Nautaskrá

Óreynt naut

Speni - 18017 (IS1526461-2756)

Speni 18017

Staða: Í notkun

Fæddur: 27/05/2018

Ræktandi: Jón Elvar og Berglind

Fæðingarbú : Hrafnagil, Eyjafirði

Föðurætt :
F.
Gýmir 11007
Fm.
Flekka 0378 Berustöðum
Ff.
Ás 02048
Móðurætt :
M.
Buna 2173
Mm.
Demba 1431
Mf.
Koli 06003
Mfm.
Elsa 0226 Sólheimum
Mff.
Fontur 98027
Mmm.
Embla 0447
Mmf.
Hræsingur 98046
Lýsing :

Dökkkolhuppóttur með sokka, hvítt á kvið og lauf í enni, kollóttur. Boldjúpur og útlögugóður með aðeins veika yfirlínu. Fremur grannar, beinar og þaklaga malir. Fótstaða sterkleg og bein. Fremur lágfættur og sterkbyggður gripur. Meðalvaxtarhraði 753 g/dag.

Móðir: Buna 2173 fædd 14/12/2013

Mynd af móður
Móðir: Buna 2173
Kynbótamat:
Mjólk Fita % Prótein % Heild Frumutala
100 109 127 110 99

Útlitsdómur:
Stig Júgur Spenar Mjaltir Skap
81 6 9

Umsögn: Buna 2173 er fædd í desember 2013. Kolótt, kollótt. Í lok ágúst 2019 var hún búin að mjólka í 3,4 ár, að meðaltali 7.858 kg mjólkur á ári. Próteinhlutfall var 3,76% sem gefur 295 kg af mjólkurpróteini og fituhlutfall 4,60% sem gefur 361 kg af mjólkurfitu eða 656 kg af verðefnum á ári að jafnaði. Línulegt mat fyrir hæð = 4.