Nautaskrá

Óreynt naut

Ristill - 17060 (IS1664911-0903)

Ristill 17060

Staða: Í notkun

Fæddur: 25/12/2017

Ræktandi: Rúnar og Birna

Fæðingarbú : Reykir, Skeiðum

Föðurætt :
F.
Úlli 10089
Fm.
Rán 0476
Ff.
Ófeigur 02016
Móðurætt :
M.
Ristla 0657
Mm.
Húfa 0495
Mf.
Koli 06003
Mfm.
Elsa 0226
Mff.
Fontur 98027
Mmm.
Tauma 0345
Mmf.
Lykill 02003
Lýsing :

Rauðbrandkrossóttur með hvítt á kvið og fótum, kollóttur. Boldjúpur og útlögugóður með nokkuð beina yfirlínu. Fremur grannar en nokkuð beinar malir. Rétt og gleið fótstaða. Háfættur og gerðarlegur gripur. Meðalvaxtarhraði 816 g/dag.

Móðir: Ristla 0657 fædd 08/01/2014

Mynd af móður
Móðir: Ristla 0657
Kynbótamat:
Mjólk Fita % Prótein % Heild Frumutala
109 99 111 106 95

Útlitsdómur:
Stig Júgur Spenar Mjaltir Skap
78,8 5 5

Umsögn: Ristla 657 er fædd í janúar 2014. Rauðbrandkrossótt, kollótt. Í lok apríl 2019 var hún búin að mjólka í 3,4 ár, að meðaltali 7.914 kg mjólkur á ári. Próteinhlutfall var 3,50% sem gefur 277 kg af mjólkurpróteini og fituhlutfall 4,09% sem gefur 324 kg af mjólkurfitu eða 601 kg af verðefnum á ári að jafnaði. Línulegt mat fyrir hæð = 5.