Nautaskrá

Óreynt naut

Búkki - 17031 (IS1343452-0466)

Búkki 17031

Staða: Í notkun

Fæddur: 28/07/2017

Ræktandi: Jón Gíslason

Fæðingarbú : Lundur, Lundarreykjadal

Föðurætt :
F.
Dropi 10077
Fm.
Sletta 0349
Ff.
Glæðir 02001
Móðurætt :
M.
Salka 0266
Mm.
Lukka 0206
Mf.
Bolti 09021
Mfm.
Skinna 0192
Mff.
Spotti 01028
Mmm.
Mjöll 0140
Mmf.
Birtingur 05043
Lýsing :

Rauðkolskjöldóttur, kollóttur. Boldjúpur en útlögulítill með nokkuð beina yfirlínu. Meðalbreiðar, beinar og þaklaga malir. Gleið en aðeins hokin fótstaða. Mjög háfættur og sterklegur myndargripur. Meðalvaxtarhraði 838 g/dag.

Móðir: Salka 0266 fædd 18/09/2011

Mynd af móður
Móðir: Salka 0266
Kynbótamat:
Mjólk Fita % Prótein % Heild Frumutala
109 104 101 104 86

Útlitsdómur:
Stig Júgur Spenar Mjaltir Skap
84,5 6 5

Umsögn: Salka 266 er fædd í september 2011 í Stafholtsey 1 en keypt sem kálfur að Lundi. Dökkkolhuppótt, kollótt. Í lok október 2018 var hún búin að mjólka í 5,0 ár, að meðaltali 6.857 kg mjólkur á ári. Próteinhlutfall var 3,34% sem gefur 229 kg af mjólkurpróteini og fituhlutfall 4,31% sem gefur 296 kg af mjólkurfitu eða 525 kg af verðefnum á ári að jafnaði. Línulegt mat fyrir hæð = 9.