Nautaskrá

Óreynt naut

Tinni - 17018 (IS1523281-0661)

Tinni 17018

Staða: Í notkun

Fæddur: 12/03/2017

Ræktandi: Róbert og Elsa

Fæðingarbú : Litli-Dunhagi 1, Hörgársveit

Föðurætt :
F.
Blómi 08017
Fm.
Sól 0082
Ff.
Náttfari 00035
Móðurætt :
M.
Snilld 0428
Mm.
Syngjandi 0281
Mf.
Stássi 04024
Mfm.
Stássa 0304
Mff.
Stígur 97010
Mmm.
Hetta 0077
Mmf.
Gangandi 99035
Lýsing :

Svartur, kollóttur. Í meðallagi boldjúpur, útlögulítill með beina yfirlínu. Vel gerðar, beinar en aðeins þaklaga malir. Fremur bein og gleið fótstaða. Háfættur og fínbyggður gripur. Meðalvaxtarhraði 766 g/dag.

Móðir: Snilld 0428 fædd 30/09/2011

Mynd af móður
Móðir: Snilld 0428
Kynbótamat:
Mjólk Fita % Prótein % Heild Frumutala
113 108 103 107 105

Útlitsdómur:
Stig Júgur Spenar Mjaltir Skap
87,5 8 6

Umsögn: Snilld 428 var fædd í september 2011. Ljósrauð, kollótt. Þegar hún var felld í mars 2018 var hún búin að mjólka í 4,3 ár, að meðaltali 8.579 kg mjólkur á ári. Próteinhlutfall var 3,40% sem gefur 292 kg af mjólkurpróteini og fituhlutfall 3,96% sem gefur 340 kg af mjólkurfitu eða 632 kg af verðefnum á ári að jafnaði. Línulegt mat fyrir hæð = 6.