Nautaskrá

Óreynt naut

Fóstri - 16040 (IS1645131-0885)

Fóstri 16040

Staða: Í notkun

Fæddur: 15/11/2016

Ræktandi: Ari Árnason

Fæðingarbú : Helluvað, Rangárvöllum

Föðurætt :
F.
Bolti 09021
Fm.
Skinna 0192
Ff.
Spotti 01028
Móðurætt :
M.
Hosa 0754
Mm.
Nóta 0682
Mf.
Kambur 06022
Mfm.
Kola 0188
Mff.
Fontur 98027
Mmm.
Tala 0616
Mmf.
Flói 02029
Lýsing :

Dökkkolskjöldóttur, kollóttur. Fremur bolgrunnur en með góðar útlögur og nokkuð beina yfirlínu. Malir fremur grannar, aðeins hallandi og þaklaga. Rétt, sterkleg en eilítið náin fótstaða. Mjög háfættur og ágætlega gerður gripur. Meðalvaxtarhraði 861 g/dag.

Móðir: Hosa 0754 fædd 15/10/2013

Mynd af móður
Móðir: Hosa 0754
Kynbótamat:
Mjólk Fita % Prótein % Heild Frumutala
130 104 96 111 89

Útlitsdómur:
Stig Júgur Spenar Mjaltir Skap
83,6 7 7

Umsögn: Hosa 754 var fædd í október 2013. Dökkkolhuppótt, kollótt. Þegar hún var felld í september 2017 vegna júgurbólgu var hún búin að mjólka í 1,9 ár, að meðaltali 8.657 kg mjólkur á ári. Próteinhlutfall var 3,24% sem gefur 280 kg af mjólkurpróteini og fituhlutfall 4,46% sem gefur 386 kg af mjólkurfitu eða 666 kg af verðefnum á ári að jafnaði. Línulegt mat fyrir hæð = 7.