Nautaskrá

Óreynt naut

Dynur - 16002 (IS1338531-1767)

Dynur 16002

Staða: Í notkun

Fæddur: 17/01/2016

Ræktandi: Hvanneyrarbúið ehf.

Fæðingarbú : Hvanneyri, Andakíl

Föðurætt :
F.
Dynjandi 06024
Fm.
Sossa 0220 Leirulækjarseli
Ff.
Stígur 97010
Móðurætt :
M.
Jörð 1557
Mm.
Rauðhetta 0256 Geitabergi
Mf.
Úranus 10081
Mfm.
Urður 1229
Mff.
Síríus 02032
Mmm.
0209 Geitabergi
Mmf.
Baldur 1331721-0197 05197
Lýsing :

Kolskjöldóttur, mikið hvítur, kollóttur. Fremur boldjúpur gripur með meðalútlögur og nokkuð beina yfirlínu. Meðalbreiðar og beinar en þaklaga malir. Aðeins hokin en rétt og sterkleg fótstaða að öðru leyti. Háfættur og vel gerður gripur. Meðalvaxtarhraði 685 g/dag.

Móðir: Jörð 1557 fædd 03/01/2013

Mynd af móður
Móðir: Jörð 1557
Kynbótamat:
Mjólk Fita % Prótein % Heild Frumutala
126 90 105 114 96

Útlitsdómur:
Stig Júgur Spenar Mjaltir Skap
87,6 8 7

Umsögn: Jörð 1557 er fædd í janúar 2013. Rauðhúfótt, kollótt. Í marslok 2017 var hún búin að mjólka í 2,2 ár, að meðaltali 8.952 kg mjólkur á ári. Próteinhlutfall var 3,26% sem gefur 292 kg af mjólkurpróteini og fituhlutfall 3,60% sem gefur 322 kg af mjólkurfitu eða 614 kg af verðefnum á ári að jafnaði. Línulegt mat fyrir hæð = 6.