Nautaskrá

Reynt naut

Stáli - 14050 (IS1664651-1069)

Stáli 14050

Staða: Í notkun

Fæddur: 23/09/2014

Ræktandi: Félagsbúið

Fæðingarbú : Hlemmiskeið II, Skeiðum

Föðurætt :
F.
Lögur 07047
Fm.
Huppa 0042 Egilsstöðum
Ff.
Laski 00010
Móðurætt :
M.
Birna 0805
Mm.
Bubba 0727 Helmmiskeiði
Mf.
Reykur 06040
Lýsing :
Rauðbrandleistóttur með lauf í enni, hnýflóttur. 
Mjög mikil afurðageta Vel gerðir og vel settir spenar Mjaltir og skap um meðallag
Kynbótamat : Oct 2019 / Línulegt mat
Eiginleiki Kynbótamat |70|80|90|100|110|120|130
Mjólk (kg) 134
››
Fita (%) 96
Prótein (%) 102
Afurðir 116
Frjósemi 93
Frumutala 101
Gæðaröð 111
Skrokkur 107
-Boldýpt 104 Lítil
Mikil
-Útlögur 95 Litlar
Miklar
Júgur 111
-Festa 110 Laust
Fast
-Band 93 Ógreinl.
Greinil.
-Dýpt 118 Mikil
Lítil
Spenar 106
-Lengd 109 Langir
Stuttir
-Þykkt 102 Grannir
Þykkir
-Staða 109 Gleiðir
Þéttir
Ending 100
Mjaltir 103
Skap 102
Einkunn 108
Dætur :

Dætur Stála eru gríðarlega mjólkurlagnar kýr með efnahlutföll í mjólk um meðaltal. Þetta eru meðalkýr að stærð, í góðu meðallagi háfættar, boldjúpar og útlögumiklar með nokkuð beina yfirlínu. Malirnar eru meðalbreiðar, beinar og eilítið þaklaga. Fótstaða er sterkleg og gleið. Júgurgerðin er í góðu meðallagi, júgurfesta góð og júgrin nokkuð vel borin en júgurband lítt greinilegt. Spenar eru vel gerðir, fremur stuttir og vel settir. Mjaltir eru í góðu meðallagi en mjaltagallar fátíðir. Skap þessara kúa er í meðallagi gott. Mikill meirihluti afkvæma Stála er tvílitur þar sem mest ber á huppóttum og skjöldóttum. Af grunnlitum eru rauðir litir algengastir þó allir litir komi fyrir. Undan Stála geta komið hyrndir gripir.

Niðurstöður mjaltaathugunar :
Fjöldi Lekar Mjólkast seint Selja illa Mis mjólkast Skap gallar
51 2% 8% 2% 2% 8%
Mynd af móður
Móðir : Birna 0805
Lýsing :

Birna 805, fædd í desember 2008 á Hlemmiskeiði 2 á Skeiðum. Rauðhuppótt, kollótt. Fargað í mars 2018. Bar fyrst í mars 2011 og fimm sinnum eftir það, síðast í júní 2017. Seinkaði aðeins þriðja burði eftir að hafa átt tvíkelfinga við annan burð. Skráðar æviafurðir eru 54.570 kg. Mestar afurðir á einu ári voru 10.119 kg (2016) með fituhlutfall 4,59% og próteinhlutfall 3,19%.

Kynbótamat :
Kynbóta-einkunn Afurðir
98 103
 
Útlitsdómur :
Júgur og lögun Júgursk. og festa Staðsetning spena og lengd Lögun og gerð spena Mjaltir Skap
9 8 8 9 17 5
Skýringar:

Kynbótaeinkunn = Afurðamat*0,44 + (Mjaltir + Frumutala + Júgur + Spenar + Ending + Frjósemi + Skap)*0,08
Afurðamat = Magn mjólkurpróteins*0,85 + Próteinhlutfall*0,15.