Nautaskrá

Reynt naut

Hnykkur - 14029 (IS1525001-0752)

Hnykkur 14029

Staða: Í notkun

Fæddur: 19/04/2014

Ræktandi: Félagsbúið Hlöðum

Fæðingarbú : Hlaðir, Hörgársveit

Föðurætt :
F.
Lögur 07047
Fm.
Huppa 0042
Ff.
Laski 00010
Móðurætt :
M.
Píla 0483
Mm.
Gribba 0300
Mf.
Stígur 97010
Lýsing :
Kolgráskjöldóttur, kollóttur.
Mjög mjólkurlagnar kýr með góð efnahlutföll Góð júgurgerð - mikil festa Grannir spenar
Eiginleiki Kynbótamat |70|80|90|100|110|120|130
Mjólk (kg) 124
Fita (%) 105
Prótein (%) 105
Afurðir 105
Frjósemi 104
Frumutala 113
Gæðaröð 94
Skrokkur 104
-Boldýpt 72 Lítil
Mikil
-Útlögur 63 Litlar
‹‹
Miklar
Júgur 123
-Festa 117 Laust
Fast
-Band 102 Ógreinl.
Greinil.
-Dýpt 133 Mikil
››
Lítil
Spenar 103
-Lengd 92 Langir
Stuttir
-Þykkt 77 Grannir
Þykkir
-Staða 96 Gleiðir
Þéttir
Ending 100
Mjaltir 100
Skap 107
Einkunn 107
Dætur :

Dætur Hnykks eru mjög mjólkurlagnar kýr með góð efnahlutföll í mjólk. Þetta eru fínbyggðar kýr, í góðu meðallagi háfættar, bolgrunnar og útlögulitlar með beina yfirlínu. Malirnar eru grannar, hallandi og þaklaga. Fótstaða er sterkleg en þröng. Júgurgerðin er mjög góð, júgurfesta mikil og júgrin vel borin en júgurband fremur lítt áberandi. Spenar eru vel gerðir og vel settir en grannir. Mjaltir eru í meðallagi, lítið um galla í mjöltum og skapið frekar gott. Um tveir þriðju afkvæma Hnykks er tvílitur þar sem mest ber á huppóttum. Af grunnlitum eru kolóttir litir algengastir þó allir litir komi fyrir. Undan Hnykk geta komið hyrndir gripir.

Niðurstöður mjaltaathugunar :
Fjöldi Lekar Mjólkast seint Selja illa Mis mjólkast Skap gallar
72 0% 7% 0% 7% 1%
Mynd af móður
Móðir : Píla 0483
Lýsing :

Píla 483, fædd í desember 2005 á Hlöðum í Hörgársveit. Dökkkolhuppótt, kollótt. Fargað í desember 2017. Bar fyrst í mars 2008 og átta sinnum eftir það, síðast í september 2016. Hélt mjög reglulegum burðartíma þar til við síðasta burð. Skráðar æviafurðir eru 55.750 kg. Mestar afurðir á einu ári voru 7.522 kg (2014) með fituhlutfall 4,39% og próteinhlutfall 3,12%.

Kynbótamat :
Kynbóta-einkunn Afurðir
106 99
 
Útlitsdómur :
Júgur og lögun Júgursk. og festa Staðsetning spena og lengd Lögun og gerð spena Mjaltir Skap
9 9 8 8 19 5
Skýringar:

Kynbótaeinkunn = Afurðamat*0,44 + (Mjaltir + Frumutala + Júgur + Spenar + Ending + Frjósemi + Skap)*0,08
Afurðamat = Magn mjólkurpróteins*0,85 + Próteinhlutfall*0,15.