Nautaskrá

Óreynt naut

Prófíll - 14018 (IS1526571-1321)

Prófíll 14018

Staða: Í notkun

Fæddur: 06/03/2014

Ræktandi: Heimavöllur ehf.

Fæðingarbú : Hvammur, Eyjafirði

Föðurætt :
F.
Víðkunnur 06034
Fm.
Gata 0385 Víðiholti
Ff.
Þrasi 98052
Móðurætt :
M.
Tvíbaka 1155
Mm.
Rauðka 0955
Mf.
Ófeigur 02016
Mfm.
Björk 0284 Þríhyrningi
Mff.
Völsungur 94006
Mmm.
Agnes 0273 Syðri-Haukatungu 1
Mmf.
Rjómi 07017
Lýsing :

Rauður, kollóttur. Í meðallagi boldjúpur gripur með góðar útlögur og beina yfirlínu. Malir fremur breiðar en aðeins hallandi og þaklaga. Fótstaða aðeins hokin og náin en annars sterkleg. Háfættur og prýðisvel gerður gripur. Meðalvaxtarhraði 788 g/dag.

Móðir: Tvíbaka 1155 fædd 01/03/2012

Mynd af móður
Móðir: Tvíbaka 1155
Kynbótamat:
Mjólk Fita % Prótein % Heild Frumutala
121 89 105 112 111

Útlitsdómur:
Stig Júgur Spenar Mjaltir Skap
88 8 9

Umsögn: Tvíbaka 1155 er fædd í mars 2012 en Prófíll er annar tvíkelfinga við fyrsta burð hennar. Rauð, kollótt. Í árslok 2014 var hún búin að mjólka í 0,8 ár, að meðaltali 8.225 kg mjólkur á ári. Próteinhlutfall var 3,50% sem gefur 288 kg af mjólkurpróteini og fituhlutfall 4,15% sem gefur 341 kg af mjólkurfitu eða 629 kg af verðefnum á ári að jafnaði. Línulegt mat fyrir hæð = 6. Athugið að Tvíbaka hefur útlitsdóm samkvæmt línulegu mati en ekki eldri skala.