Nautaskrá

Reynt naut

Steri - 13057 (IS1638101-0984)

Steri 13057

Staða: Í notkun

Fæddur: 18/08/2013

Ræktandi: Merkurbúið sf.

Fæðingarbú : Stóra-Mörk, Eyjafjöllum

Föðurætt :
F.
Koli 06003
Fm.
Elsa 0226
Ff.
Fontur 98027
Móðurætt :
M.
0731
Mm.
Mána 0483
Mf.
Aðall 02039
Lýsing :
Svartur, kollóttur.
Gríðarleg afurðageta Meðalgóð júgurgerð – góð spenagerð Mjaltir undir meðallagi en gott skap
Kynbótamat : Jul 2019 / Línulegt mat
Eiginleiki Kynbótamat |70|80|90|100|110|120|130
Mjólk (kg) 128
Fita (%) 113
Prótein (%) 112
Afurðir 124
Frjósemi 103
Frumutala 101
Gæðaröð 95
Skrokkur 106
-Boldýpt 100 Lítil
Mikil
-Útlögur 103 Litlar
Miklar
Júgur 99
-Festa 99 Laust
Fast
-Band 121 Ógreinl.
Greinil.
-Dýpt 92 Mikil
Lítil
Spenar 111
-Lengd 106 Langir
Stuttir
-Þykkt 92 Grannir
Þykkir
-Staða 101 Gleiðir
Þéttir
Ending 110
Mjaltir 87
Skap 100
Einkunn 111
Dætur :

Dætur Stera eru geysilegar afurðakýr, mjólkurlagnin er gríðarleg og efnahlutföll í mjólk há. Þetta eru tæplega meðalkýr að stærð, eilítið lágfættar, með meðalboldýpt og útlögur og beina yfirlínu. Malirnar eru aðeins grannar, beinar og aðeins þaklaga. Fótstaða er sterkleg og gleið. Júgurgerðin er meðalgóð, júgurfesta í góðu meðallagi og júgurband mjög áberandi en júgurdýpt nokkur. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir og stuttir og mjög vel settir. Mjaltir eru undir meðallagi og lítið er um galla þó fyrir komi seinar kýr í mjöltum. Skapið er gott hjá þessum kúm og þær koma í meðallagi vel fyrir í gæðaröðun. Mikill meirihluti afkvæma Stera er einlitur og er svartur litur algengastur grunnlita þó alla liti megi sjá. Af tvílitum kemur huppóttur oftast fyrir sjónir. Undan Stera geta komið hyrndir gripir.

Niðurstöður mjaltaathugunar :
Fjöldi Lekar Mjólkast seint Selja illa Mis mjólkast Skap gallar
102 0% 11% 1% 5% 6%
Mynd af móður
Móðir : 8602950731 0731
Lýsing :

Kýr nr. 731, fædd í apríl 2010 í Stóru-Mörk, Eyjafjöllum. Rauðbröndótt, kollótt. Fargað í mars 2018. Bar fyrst í júlí 2012 og fjórum sinnum eftir það, síðast í desember 2016. Færði burð aðeins á fjórða kálfi. Skráðar æviafurðir eru 39.014 kg. Mestar afurðir á einu ári voru 8.935 kg (2017) með fituhlutfall 4,32% og próteinhlutfall 3,51%.

Kynbótamat :
Kynbóta-einkunn Afurðir
112 127
 
Útlitsdómur :
Júgur og lögun Júgursk. og festa Staðsetning spena og lengd Lögun og gerð spena Mjaltir Skap
9 9 9 9 16 5
Skýringar:

Kynbótaeinkunn = Afurðamat*0,44 + (Mjaltir + Frumutala + Júgur + Spenar + Ending + Frjósemi + Skap)*0,08
Afurðamat = Magn mjólkurpróteins*0,85 + Próteinhlutfall*0,15.