Nautaskrá

Reynt naut

Ýmir - 13051 (IS1526781-0910) nautsfadir

Ýmir 13051

Staða: Í notkun

Fæddur: 11/07/2013

Ræktandi: Ingibjörg og Hermann

Fæðingarbú : Klauf, Eyjafirði

Föðurætt :
F.
Baldi 06010
Fm.
Doppulína 0221
Ff.
Stígur 97010
Móðurætt :
M.
Slóð 0692
Mm.
Rás 0562
Mf.
Laski 00010
Lýsing :
Brandhuppóttur, smáhvítt í enni og hala, kollóttur.
Mikil mjólkurlagni en lág prótein% Frábær júgurgerð Mjög góðar mjaltir og skap
Kynbótamat : Oct 2019 / Línulegt mat
Eiginleiki Kynbótamat |70|80|90|100|110|120|130
Mjólk (kg) 117
Fita (%) 93
Prótein (%) 82
Afurðir 99
Frjósemi 96
Frumutala 128
Gæðaröð 115
Skrokkur 105
-Boldýpt 90 Lítil
Mikil
-Útlögur 90 Litlar
Miklar
Júgur 127
-Festa 131 Laust
››
Fast
-Band 110 Ógreinl.
Greinil.
-Dýpt 129 Mikil
Lítil
Spenar 117
-Lengd 110 Langir
Stuttir
-Þykkt 100 Grannir
Þykkir
-Staða 135 Gleiðir
››
Þéttir
Ending 110
Mjaltir 115
Skap 122
Einkunn 110
Dætur :

Dætur Ýmis eru mjög mjólkurlagnar, hlutfall fitu í mjólk er í meðallagi en próteinhlutfall lágt. Þetta eru meðalstórar og í meðallagi háfættar kýr, bolgrunnar og útlögulitlar með örlítið veika yfirlínu. Malirnar eru fremur grannar, aðeins hallandi og nokkuð flatar. Fótstaða er bein og sterkleg en aðeins þröng. Júgurgerðin er frábær þar sem júgurfesta er gríðarmikil og júgrin sérlega vel borin en júgurband er ekki mjög áberandi. Spenar eru vel gerðir, fremur grannir og stuttir en ákaflega vel settir. Mjaltir eru mjög góðar. Skapið er úrvalsgott og kýrnar koma mjög vel út í gæðaröðun. Um helmingur afkvæma Ýmisr er einlitur og ber mesta á rauðum og bröndóttum litum þó öllum litum bregði fyrir. Af tvílitum eru huppóttur og skjöldóttur algengastir. Undan Ými geta komið hyrndir gripir.

Niðurstöður mjaltaathugunar :
Fjöldi Lekar Mjólkast seint Selja illa Mis mjólkast Skap gallar
92 3% 8% 0% 3% 7%
Mynd af móður
Móðir : Slóð 0692
Lýsing :

Slóð 692, fædd í nóvember 2007 á Klauf í Eyjafirði. Bröndótt, kollótt. Fargað í mars 2014. Bar fyrst í ágúst 2010 og þrisvar sinnum eftir það, síðast í júlí 2013 og þá tvíkelfingum. Hélt mjög reglulegum burðartíma. Skráðar æviafurðir eru 23.443 kg. Mestar afurðir á einu ári voru 7.141 kg (2012) með fituhlutfall 4,81% og próteinhlutfall 3,48%.

Kynbótamat :
Kynbóta-einkunn Afurðir
106 99
 
Útlitsdómur :
Júgur og lögun Júgursk. og festa Staðsetning spena og lengd Lögun og gerð spena Mjaltir Skap
10 8 9 8 19 5
Skýringar:

Kynbótaeinkunn = Afurðamat*0,44 + (Mjaltir + Frumutala + Júgur + Spenar + Ending + Frjósemi + Skap)*0,08
Afurðamat = Magn mjólkurpróteins*0,85 + Próteinhlutfall*0,15.