Nautaskrá

Árgangur 2013
Óreynt naut

Korgur - 13008 (IS1540481-0370)

Korgur 13008

Staða: Úr notkun

Fæddur: 29/01/2013

Ræktandi: Steinþór Heiðarsson

Fæðingarbú : Ytri-Tunga 1A, Tjörnesi

Föðurætt :
F.
Koli 06003
Fm.
Elsa 0226
Ff.
Fontur 98027
Móðurætt :
M.
Snotra 0308
Mm.
Snotra 0209
Mf.
Flói 02029
Mfm.
Orka 0196
Mff.
Kaðall 94017
Mmm.
Sletta 0154
Mmf.
Snotri 01027
Lýsing :

Svartur, kollóttur. Vel gerður með ágætar útlögur. Yfirlína bein og sterkleg. Malir aðeins hallandi en jafnar. Fótstaða sterkleg. Sjálfstæður en meðfærilegur. Háfættur og gerðarlegur gripur. Meðalvaxtarhraði 670 g/dag.

Móðir: Snotra 0308 fædd 01/02/2010

Mynd af móður
Móðir: Snotra 0308
Kynbótamat:
Mjólk Fita % Prótein % Heild Frumutala
113 113 98 108 100

Útlitsdómur:
Stig Júgur Spenar Mjaltir Skap
86 17 18 17 5

Umsögn: Snotra 308 er fædd í febrúar 2010. Dökkkolótt, kollótt. Í árslok 2013 var hún búin að mjólka í 1,9 ár, að meðaltali 6.139 kg mjólkur á ári. Próteinhlutfall var 3,20% sem gefur 196 kg af mjólkurpróteini og fituhlutfall 4,64% sem gefur 285 kg af mjólkurfitu eða 481 kg af verðefnum á ári að jafnaði.