Nautaskrá

Árgangur 2012
Óreynt naut

Spennir - 12027 (IS1653621-0278)

Spennir 12027

Staða: Úr notkun

Fæddur: 25/04/2012

Ræktandi: Valdimar Óskarsson

Fæðingarbú : Bjóluhjáleiga, Rangárþingi ytra

Föðurætt :
F.
Aðall 02039
Fm.
Drottning 0048
Ff.
Völsungur 94006
Móðurætt :
M.
Smella 0193
Mm.
Smella 0131
Mf.
Fontur 98027
Mfm.
Skoruvík 0241
Mff.
Almar 90019
Mmm.
Branda 0092
Mmf.
Búi 89017
Lýsing :

Bröndóttur, með hvítt í hala, kollóttur. Veik yfirlína. Boldýpt og útlögur í tæpu meðallagi. Malir þaklaga, frekar grannar og lítið eitt hallandi. Fótstaða aðeins náin, bein og sterkleg. Fínbyggður og í meðallagi háfættur gripur. Meðalvaxtarhraði 777 g/dag.

Móðir: Smella 0193 fædd 05/05/2006

Mynd af móður
Móðir: Smella 0193
Kynbótamat:
Mjólk Fita % Prótein % Heild Frumutala
106 107 111 105 107

Útlitsdómur:
Stig Júgur Spenar Mjaltir Skap
85 16 17 19 5

Umsögn: Smella 193 er fædd í maí 2006. Rauð, kollótt. Í árslok 2012 var hún búin að mjólka í 4,5 ár, að meðaltali 6.228 kg mjólkur á ári. Próteinhlutfall var 3,36% sem gefur 209 kg af mjólkurpróteini og fituhlutfall 4,73% sem gefur 295 kg af mjólkurfitu eða 504 kg af verðefnum á ári að jafnaði.