Nautaskrá
Reynd naut í notkun
Reynt naut
Úranus - 10081
(IS1338531-1404)

- F.
- Síríus 02032
- Fm.
- Móna 0157
- Ff.
- Kaðall 94017
- M.
- Urður 1229
- Mm.
- 1139
- Mf.
- Laski 00010
Brandbaugóttur m. leista, kollóttur.
Geysileg mjólkurlagni en fitu% undir meðallagi | Mjög vinsælar með mjög góða júgurgerð | Frábærar mjaltir |
Eiginleiki | Kynbótamat | |70|80|90|100|110|120|130 | ||
---|---|---|---|---|
Mjólk (kg) | 141 |
››
|
||
Fita (%) | 85 | |||
Prótein (%) | 94 | |||
Afurðir | 131 |
››
|
||
Frjósemi | 92 | |||
Frumutala | 88 | |||
Gæðaröð | 135 |
››
|
||
Skrokkur | 105 | |||
-Boldýpt | 117 | Lítil | Mikil | |
-Útlögur | 118 | Litlar | Miklar | |
Júgur | 112 | |||
-Festa | 105 | Laust | Fast | |
-Band | 109 | Ógreinl. | Greinil. | |
-Dýpt | 120 | Mikil | Lítil | |
Spenar | 100 | |||
-Lengd | 98 | Langir | Stuttir | |
-Þykkt | 102 | Grannir | Þykkir | |
-Staða | 85 | Gleiðir | Þéttir | |
Ending | 107 | |||
Mjaltir | 130 | |||
Skap | 126 | |||
Einkunn | 118 |
Tæplega þrír fjórðu hlutar afkvæma Úranusar er tvílitur og ber mest á húfóttum og krossóttum. Af grunnlitum eru rauðir litir mest áberandi en allir grunnlitir nema gráir koma fyrir. Dætur Úranusar eru gríðarlega mjólkurlagnar en fituhlutfall í mjólk er undir meðallagi en próteinhlutfall liggur nærri því. Þetta eru stórar kýr, háfættar, boldjúpar með miklar útlögur en aðeins veika yfirlínu. Malirnar eru breiðar, eilítið hallandi og nokkuð flatar. Fótstaða er góð, bein, rétt og sterkleg. Júgurgerðin er öflug, mikil júgurfesta, áberandi júgurband og júgrin ákaflega vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir og stuttir en örlítið gleitt settir. Mjaltir eru frábærar og mjög lítið er um galla í mjöltum. Skap þessara kúa er mjög gott. Ekki er þekkt að Úranus gefi hyrnd afkvæmi.
Fjöldi | Lekar | Mjólkast seint | Selja illa | Mis mjólkast | Skap gallar |
---|---|---|---|---|---|
80 | 3% | 5% | 1% | 9% | 9% |

Urður 1229, fædd í nóvember 2007 á Hvanneyri í Andakíl. Dökkkolótt, krossótt. Bar fyrst í desember 2009 og sex sinnum eftir það, síðast í nóvember 2015. Hefur haldið nokkuð reglulegum burðartíma. Skráðar æviafurðir eru 76.739 kg. Mestar afurðir á einu ári voru 13.031 kg (2012) með fituhlutfall 2,77% og próteinhlutfall 2,90%.
Kynbóta-einkunn | Afurðir |
---|---|
116 | 126 |
Júgur og lögun | Júgursk. og festa | Staðsetning spena og lengd | Lögun og gerð spena | Mjaltir | Skap |
---|---|---|---|---|---|
9 | 9 | 8 | 9 | 18 | 5 |
Kynbótaeinkunn = Afurðamat*0,44 + (Mjaltir + Frumutala + Júgur + Spenar + Ending + Frjósemi + Skap)*0,08
Afurðamat = Magn mjólkurpróteins*0,85 + Próteinhlutfall*0,15.