Nautaskrá

Reynt naut

Foss - 09042 (IS1667461-0469)

Foss 09042

Staða: Úr notkun

Fæddur: 24/06/2009

Ræktandi: Fossi ehf.

Fæðingarbú : Foss, Hrunamannahreppi

Föðurætt :
F.
Kappi 01031
Fm.
Bogga 0377
Ff.
Völsungur 94006
Móðurætt :
M.
Lykkja 0389
Mm.
Skrá 0325
Mf.
Príor 98042
Lýsing :
Dökkkolóttur, kollóttur.
Stórar og háfættar kýr með góða afurðagetu Úrvalsgóð júgurgerð en aðeins langir spenar Mjaltir og skap um meðallag
Kynbótamat : Feb 2018 / Línulegt mat
Eiginleiki Kynbótamat |70|80|90|100|110|120|130
Mjólk (kg) 109
Fita (%) 100
Prótein (%) 107
Afurðir 110
Frjósemi 117
Frumutala 67
‹‹
Gæðaröð 109
Skrokkur 99
-Boldýpt 107 Lítil
Mikil
-Útlögur 109 Litlar
Miklar
Júgur 107
-Festa 104 Laust
Fast
-Band 109 Ógreinl.
Greinil.
-Dýpt 111 Mikil
Lítil
Spenar 95
-Lengd 79 Langir
Stuttir
-Þykkt 98 Grannir
Þykkir
-Staða 106 Gleiðir
Þéttir
Ending 86
Mjaltir 103
Skap 112
Einkunn 103
Dætur :

Um þrír fjórðu hlutar afkvæma Foss eru einlit og eru rauðir litir algengastir grunnlita þó einnig sé hátt hlutfall afkvæmanna bröndótt eða kolótt. Af tvílitum ber mest á huppóttum. Dætur Foss er góðar afurðakýr hvað magn snertir en hlutföll verðefna í mjólk eru um meðallag. Þetta eru ákaflega stórar og háfættar kýr með mikla boldýpt og útlögur og mjög sterka yfirlínu. Malir eru mjög breiðar og vel gerðar, beinar og fremur flatar. Fótstaða er sterkleg. Júgurgerðin er úrvalsgóð, góð festa og áberandi júgurband auk þess sem þau eru sérlega vel borin. Spenargerðin er góð, þeir eru aðeins langir en vel settir. Dætur Foss eru í meðallagi í mjöltum og skapi og fá góða umsögn eigenda sinna hvað skap varðar. Ekki er þekkt að Foss gefi hyrnd afkvæmi.

Niðurstöður mjaltaathugunar :
Fjöldi Lekar Mjólkast seint Selja illa Mis mjólkast Skap gallar
94 4% 9% 1% 12% 7%
Mynd af móður
Móðir : Lykkja 0389
Lýsing :

Lykkja 389, fædd í nóvember 2006 á Fossi í Hrunamannahreppi. Bröndótt, kollótt. Fargað í desember 2013. Bar fyrst í ágúst 2008 og fimm sinnum eftir það, síðast í september 2013. Hélt reglulegum burðartíma. Skráðar æviafurðir eru 40.743 kg. Mestu afurðir á einu ári voru 9.126 kg (2012) með fituhlutfall 4,02% og próteinhlutfall 3,34%.

Kynbótamat :
Kynbóta-einkunn Afurðir
100 103
 
Útlitsdómur :
Júgur og lögun Júgursk. og festa Staðsetning spena og lengd Lögun og gerð spena Mjaltir Skap
9 8 8 8 18 5
Skýringar:

Kynbótaeinkunn = Afurðamat*0,44 + (Mjaltir + Frumutala + Júgur + Spenar + Ending + Frjósemi + Skap)*0,08
Afurðamat = Magn mjólkurpróteins*0,85 + Próteinhlutfall*0,15.