Nautaskrá

Reynt naut

Gói - 08037 (IS1343611-1042)

Gói 08037

Staða: Úr notkun

Fæddur: 12/08/2008

Ræktandi: Félagsbúið

Fæðingarbú : Skálpastaðir, Lundarreykjadal

Föðurætt :
F.
Þrasi 98052
Fm.
Sunneva 0266
Ff.
Almar 90019
Móðurætt :
M.
Krúna 0834
Mm.
Kola 0768
Mf.
Punktur 94032
Lýsing :
Dökkkolóttur, kollóttur.
Mikil afurðageta og hátt fituhlutfall í mjólk Góð júgur- og spenagerð Mjaltir og skap í tæpu meðallagi
Kynbótamat : Feb 2018 / Línulegt mat
Eiginleiki Kynbótamat |70|80|90|100|110|120|130
Mjólk (kg) 117
Fita (%) 125
Prótein (%) 95
Afurðir 113
Frjósemi 88
Frumutala 100
Gæðaröð 91
Skrokkur 98
-Boldýpt 101 Lítil
Mikil
-Útlögur 100 Litlar
Miklar
Júgur 93
-Festa 94 Laust
Fast
-Band 104 Ógreinl.
Greinil.
-Dýpt 87 Mikil
Lítil
Spenar 109
-Lengd 116 Langir
Stuttir
-Þykkt 104 Grannir
Þykkir
-Staða 119 Gleiðir
Þéttir
Ending 105
Mjaltir 97
Skap 84
Einkunn 104
Dætur :

Rúmlega þrír fjórðu hlutar dætra Góa eru einlitar þar sem kolóttir litir eru algengastir þó allir grunnlitir komi fyrir. Skjöldóttur er algengastur tvílita. Dætur Góa eru miklar mjólkurkýr og hlutfall fitu í mjólk er hátt en hlutfall próteins í tæpu meðallagi. Þetta eru meðalstórar og í góðu meðallagi háfættar kýr. Þær eru meðalkýr hvað snertir boldýpt og útlögur og yfirlínan er fremur sterk. Malir eru frekar grannar, beinar og aðeins þaklaga. Fótstaða er góð og sterkleg. Júgurgerð dætra Góa er góð, þau eru vel löguð, vel borin með mikla festu og ákaflega sterkt júgurband. Spenagerð er góð, þeir eru stuttir, aðeins grannir og sérlega vel settir. Dætur Góa eru meðalkýr í mjöltum og skapi. Ekki er þekkt að Gói gefi hyrnd afkvæmi.

Niðurstöður mjaltaathugunar :
Fjöldi Lekar Mjólkast seint Selja illa Mis mjólkast Skap gallar
133 5% 9% 2% 11% 10%
Mynd af móður
Móðir : Krúna 0834
Lýsing :

Krúna 834, fædd í mars 2003 á Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Dökkkolkrossótt, kollótt. Fargað í október 2013. Bar fyrst í ágúst 2005 og sjö sinnum eftir það, síðast í desember 2012. Hélt nokkuð reglulegum burðartíma. Skráðar æviafurðir eru 51.092 kg. Mestu afurðir á einu ári voru 7.462 kg (2010) með fituhlutfall 5,40% og próteinhlutfall 3,40%.

Kynbótamat :
Kynbóta-einkunn Afurðir
99 102
 
Útlitsdómur :
Júgur og lögun Júgursk. og festa Staðsetning spena og lengd Lögun og gerð spena Mjaltir Skap
9 8 8 9 17 5
Skýringar:

Kynbótaeinkunn = Afurðamat*0,44 + (Mjaltir + Frumutala + Júgur + Spenar + Ending + Frjósemi + Skap)*0,08
Afurðamat = Magn mjólkurpróteins*0,85 + Próteinhlutfall*0,15.