Nautaskrá

Reynt naut

Flekkur - 08029 (IS1637941-0288)

Flekkur 08029

Staða: Úr notkun

Fæddur: 07/06/2008

Ræktandi: Sigmar Sigurðsson

Fæðingarbú : Sauðhúsvöllur, V-Eyjafjöllum

Föðurætt :
F.
Náttfari 00035
Fm.
Góðanótt 0165
Ff.
Smellur 92028
Móðurætt :
M.
Flekka 0190
Mm.
Húfa 0141
Mf.
Kaðall 94017
Lýsing :
Brandskjöldóttur með lauf í enni, kollóttur.
Mikil afurðageta en efnahlutföll undir meðallagi Úrvalsgóð spenagerð Mjaltir um meðallag en skap undir meðallagi
Kynbótamat : Feb 2018 / Línulegt mat
Eiginleiki Kynbótamat |70|80|90|100|110|120|130
Mjólk (kg) 125
Fita (%) 83
Prótein (%) 101
Afurðir 121
Frjósemi 97
Frumutala 101
Gæðaröð 84
Skrokkur 105
-Boldýpt 92 Lítil
Mikil
-Útlögur 87 Litlar
Miklar
Júgur 106
-Festa 105 Laust
Fast
-Band 95 Ógreinl.
Greinil.
-Dýpt 110 Mikil
Lítil
Spenar 123
-Lengd 120 Langir
Stuttir
-Þykkt 104 Grannir
Þykkir
-Staða 120 Gleiðir
Þéttir
Ending 93
Mjaltir 100
Skap 87
Einkunn 110
Dætur :

Ríflega þrír fjórðu hlutar dætra Flekks eru tvílitar þar sem huppóttur og skjöldóttur litir eru algengastir. Af grunnlitum ber mest á bröndóttum litum þó öllum litum nema gráum bregði fyrir. Dætur Flekks eru miklar mjólkurkýr en hlutföll verðefna í mjólk eru nokkuð undir meðallagi, einkum fitan. Þetta eru meðalstórar og í meðallagi háfættar kýr. Þær eru fremur bolgrunnar og útlögulitlar en yfirlínan er sterk. Malir eru grannar, aðeins hallandi og fremur flatar. Fótstaða er góð og sterkleg. Júgurgerð þessara kúa er góð, þau eru vel löguð, vel borin með mjög góða festu og meðalsterkt júgurband. Spenagerð er úrvalsgóð, þeir eru stuttir, hæfilega grannir og ákaflega vel settir. Dætur Flekks eru meðalgóðar í mjöltum en skapið í tæpu meðallagi. Undan Flekk geta komið hyrndir gripir.

Niðurstöður mjaltaathugunar :
Fjöldi Lekar Mjólkast seint Selja illa Mis mjólkast Skap gallar
85 1% 14% 6% 6% 19%
Mynd af móður
Móðir : Flekka 0190
Lýsing :

Flekka 190, fædd í desember 2001 á Sauðhúsvelli undir Eyjafjöllum. Brandskjöldótt, kollótt. Fargað í september 2011. Bar fyrst í september 2004 og sex sinnum eftir það. Færði aðeins burð á fjórða kálfi en hélt reglulegum burðartíma að öðru leyti. Skráðar æviafurðir eru 36.676 kg. Mestu afurðir á einu ári voru 6.765 kg (2007) með fituhlutfall 4,57% og próteinhlutfall 3,67%.

Kynbótamat :
Kynbóta-einkunn Afurðir
103 108
 
Útlitsdómur :
Júgur og lögun Júgursk. og festa Staðsetning spena og lengd Lögun og gerð spena Mjaltir Skap
8 8 8 8 18 5
Skýringar:

Kynbótaeinkunn = Afurðamat*0,44 + (Mjaltir + Frumutala + Júgur + Spenar + Ending + Frjósemi + Skap)*0,08
Afurðamat = Magn mjólkurpróteins*0,85 + Próteinhlutfall*0,15.