Nautaskrá

Reynt naut

Þáttur - 08021 (IS1639321-0400) nautsfadir

Þáttur 08021

Staða: Úr notkun

Fæddur: 01/04/2008

Ræktandi: Erna Árfells

Fæðingarbú : Berjanes, V-Landeyjum

Föðurætt :
F.
Laski 00010
Fm.
Lubba 0177
Ff.
Smellur 92028
Móðurætt :
M.
Snúra 0254
Mm.
Mjóna 0211
Mf.
Roði 96978
Lýsing :
Dökkbröndóttur, kollóttur.
Afurðageta í meðallagi en gríðarhá efnahlutföll Úrvalsgóð júgur- og spenagerð Mjög góðar mjaltir og skap
Kynbótamat : Feb 2019 / Línulegt mat
Eiginleiki Kynbótamat |70|80|90|100|110|120|130
Mjólk (kg) 96
Fita (%) 109
Prótein (%) 120
Afurðir 101
Frjósemi 86
Frumutala 92
Gæðaröð 90
Skrokkur 81
-Boldýpt 64 Lítil
‹‹
Mikil
-Útlögur 73 Litlar
Miklar
Júgur 98
-Festa 89 Laust
Fast
-Band 93 Ógreinl.
Greinil.
-Dýpt 110 Mikil
Lítil
Spenar 121
-Lengd 133 Langir
››
Stuttir
-Þykkt 99 Grannir
Þykkir
-Staða 117 Gleiðir
Þéttir
Ending 116
Mjaltir 114
Skap 105
Einkunn 103
Dætur :

Rúmlega helmingur dætra Þáttar eru einlitar og eru rauðir og bröndóttir litir mest áberandi meðal þeirra þó alla grunnliti nema gráa megi finna. Af tvílitum ber mest á huppóttum og skjöldóttum. Dætur Þáttar eru meðalkýr hvað mjólkurlagni varðar en hlutföll verðefna í mjólk eru gríðarhá. Þetta eru í góðu meðallagi stórar og háfættar kýr með aðeins veika yfirlínu. Þær eru bolgrunnar og útlögulitlar. Malir eru grannar, beinar og þaklaga. Fótstaða er sterkleg en eilítið náin. Júgurgerð þessara kúa er góð, þau eru vel löguð, gríðarvel borin með prýðilega festu og sterkt júgurband. Spenagerð er góð, þeir eru stuttir og grannir og ákaflega vel settir. Dætur Þáttar eru mjög góðar í mjöltum og skapið er mjög gott. Undan Þætti geta komið hyrndir gripir.

Niðurstöður mjaltaathugunar :
Fjöldi Lekar Mjólkast seint Selja illa Mis mjólkast Skap gallar
278 3% 5% 1% 4% 9%
Mynd af móður
Móðir : Snúra 0254
Lýsing :

Snúra 254, fædd í apríl 2009 í Berjanesi í V-Landeyjum. Dökkkolótt, kollótt. Fargað í nóvember 2015 vegna elli. Snúra entist með fádæmum vel og bar 14. sinni í febrúar 2015 en fyrsta kálf átti hún í október 2001. Færði aðeins burð á þriðja kálfi en hélt reglulegum burðartíma eftir það. Skráðar æviafurðir eru 98.758 kg. Mestu afurðir á einu ári voru 8.694 kg (2008) með fituhlutfall 3,57% og próteinhlutfall 3,67%.

Kynbótamat :
Kynbóta-einkunn Afurðir
98 97
 
Útlitsdómur :
Júgur og lögun Júgursk. og festa Staðsetning spena og lengd Lögun og gerð spena Mjaltir Skap
9 8 8 8 18 5
Skýringar:

Kynbótaeinkunn = Afurðamat*0,44 + (Mjaltir + Frumutala + Júgur + Spenar + Ending + Frjósemi + Skap)*0,08
Afurðamat = Magn mjólkurpróteins*0,85 + Próteinhlutfall*0,15.