Nautaskrá

Reynt naut

Blómi - 08017 (IS1338421-0187)

Blómi 08017

Staða: Úr notkun

Fæddur: 13/03/2008

Ræktandi: Jómundur G. Hjörleifsson

Fæðingarbú : Heggsstaðir, Borgarbyggð

Föðurætt :
F.
Náttfari 00035
Fm.
Góðanótt 0165 Vorsabæ
Ff.
Smellur 92028
Móðurætt :
M.
Sól 0082
Mm.
Króna 0025
Mf.
Kaðall 94017
Lýsing :
Svartleistóttur, hvítt í hala, kollóttur.
Miklar afuðir en verðefni neðan meðallag Frábær júgur- og spenagerð Mjaltir og skap í meðallagi
Kynbótamat : Feb 2018 / Línulegt mat
Eiginleiki Kynbótamat |70|80|90|100|110|120|130
Mjólk (kg) 108
Fita (%) 92
Prótein (%) 87
Afurðir 101
Frjósemi 105
Frumutala 128
Gæðaröð 95
Skrokkur 112
-Boldýpt 98 Lítil
Mikil
-Útlögur 97 Litlar
Miklar
Júgur 113
-Festa 114 Laust
Fast
-Band 105 Ógreinl.
Greinil.
-Dýpt 115 Mikil
Lítil
Spenar 128
-Lengd 106 Langir
Stuttir
-Þykkt 92 Grannir
Þykkir
-Staða 128 Gleiðir
Þéttir
Ending 115
Mjaltir 93
Skap 100
Einkunn 107
Dætur :

Tæplega tveir þriðju hlutar dætra Blóma eru tvílitar og ber þar mest á huppóttum, skjöldóttum og sokkóttum. Af grunnlitum er svartur litur litir algengastur þó allir litir nema gráir komi fram. Dætur Blóma eru mjólkurlagnar en hlutföll verðefna í mjólk eru undir meðallagi, sérstaklega próteinhlutfall. Þetta eru meðalstórar og fremur háfættar kýr með mjög sterka yfirlínu. Malir eru aðeins grannar, hallandi og þaklaga. Fótstaða er sterkleg. Júgurgerð þessara kúa er úrvalsgóð, þau eru vel löguð, gríðarvel borin með sérlega mikla festu og mjög sterkt júgurband. Spenagerð er góð, þeir eru hæfilega stuttir og grannir og ákaflega vel settir. Dætur Blóma eru meðalkýr hvað mjaltir og skap varðar. Undan Blóma geta komið hyrndir gripir.

Niðurstöður mjaltaathugunar :
Fjöldi Lekar Mjólkast seint Selja illa Mis mjólkast Skap gallar
126 2% 14% 5% 13% 18%
Mynd af móður
Móðir : Sól 0082
Lýsing :

Sól 082, fædd í mars 2002 á Heggsstöðum í Andakíl. Ljósrauð, kollótt. Fargað í nóvember 2011. Skráðir burðir eru fimm, sá fyrsti í ágúst 2004. Seinkaði burði milli fyrsta og annars kálfs en hélt reglulegum burðartíma eftir það. Við lok mjólkurframleiðslu á Heggsstöðum var Sól seld að Refsstöðum og er síðasti skráði burður hennar í febrúar 2009. Skráðar æviafurðir eru 35.988 kg og nær sú skráning til ársloka 2008. Mestu afurðir á einu ári voru 10.513 kg (2006) með fituhlutfall 3,74% og próteinhlutfall 3,51%.

Kynbótamat :
Kynbóta-einkunn Afurðir
110 117
 
Útlitsdómur :
Júgur og lögun Júgursk. og festa Staðsetning spena og lengd Lögun og gerð spena Mjaltir Skap
9 8 9 8 19 5
Skýringar:

Kynbótaeinkunn = Afurðamat*0,44 + (Mjaltir + Frumutala + Júgur + Spenar + Ending + Frjósemi + Skap)*0,08
Afurðamat = Magn mjólkurpróteins*0,85 + Próteinhlutfall*0,15.