Nautaskrá

Reynt naut

Röskur - 05039 (IS1662281-0380)

Röskur 05039

Staða: Úr notkun

Fæddur: 11/11/2005

Ræktandi: Ágúst Ingi og Elín

Fæðingarbú : Brúnastaðir, Flóa

Föðurætt :
F.
Stígur 97010
Fm.
Skessa 0368 Oddgeirshólum
Ff.
Óli 88002
Móðurætt :
M.
Sunna 0241
Mm.
Grön 0182
Mf.
Rosi 97037
Lýsing :
Rauður, kollóttur.
Mikil afurðageta en lágt próteinhlutfall Júgurhraustar og vinsælar kýr með mjög góða júgurgerð Góðar mjaltir og gott skap
Kynbótamat : Feb 2019 / Línulegt mat
Eiginleiki Kynbótamat |70|80|90|100|110|120|130
Mjólk (kg) 106
Fita (%) 90
Prótein (%) 78
Afurðir 98
Frjósemi 97
Frumutala 130
Gæðaröð 104
Skrokkur 100
-Boldýpt 89 Lítil
Mikil
-Útlögur 98 Litlar
Miklar
Júgur 101
-Festa 99 Laust
Fast
-Band 102 Ógreinl.
Greinil.
-Dýpt 104 Mikil
Lítil
Spenar 103
-Lengd 91 Langir
Stuttir
-Þykkt 90 Grannir
Þykkir
-Staða 106 Gleiðir
Þéttir
Ending 111
Mjaltir 96
Skap 103
Einkunn 102
Dætur :

Afurðasemi dætra Rösks er góð, einkum hvað varðar afurðamagn en síður varðandi efnahlutföll. Þessar kýr eru fremur grófbyggðar, með fremur veika yfirlínu. Malir eru vel lagaðar, lítið eitt þaklaga og fótstaða góð. Þetta eru júgurhraustar kýr með mjög vel borin júgur, sterkt júgurband og allgóða júgurfestu. Spenar eru vel lagaðir og vel staðsettir en fremur grannir. Mjaltir eru góðar, kýrnar skapgóðar og vinsælar. Ekki er þekkt að Röskur gefi hyrnd afkvæmi.

Niðurstöður mjaltaathugunar :
Fjöldi Lekar Mjólkast seint Selja illa Mis mjólkast Skap gallar
246 0% 12% 2% 12% 7%
Mynd af móður
Móðir : Sunna 0241
Lýsing :

Sunna 241, fædd í janúar 2000 á Brúnastöðum, Flóahreppi. Rauð, kollótt. Fargað í júní 2011. Bar fyrst í október 2002. Hún átti alls 9 kálfa, var þar af einu sinni tvíkelfd. Færði burð nokkuð milli sjötta og sjöunda burðar en hélt annars nokkuð reglulegum burðartíma. Skráðar æviafurðir 61.429 kg. Mestu afurðir á einu ári voru 8.193 kg (2004) með fituhlutfall 4,42% og próteinhlutfall 3,34%.

Kynbótamat :
Kynbóta-einkunn Afurðir
103 102
 
Útlitsdómur :
Júgur og lögun Júgursk. og festa Staðsetning spena og lengd Lögun og gerð spena Mjaltir Skap
9 8 9 9 19 5
Skýringar:

Kynbótaeinkunn = Afurðamat*0,44 + (Mjaltir + Frumutala + Júgur + Spenar + Ending + Frjósemi + Skap)*0,08
Afurðamat = Magn mjólkurpróteins*0,85 + Próteinhlutfall*0,15.