Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða / Fréttir
Fréttir - Sarpur

Fyrstu Angus-kálfarnir fæddir

Að morgni 30. ágúst s.l. fæddist fyrsti kálfurinn tilkominn með innfluttum fósturvísum af Aberdeen Angus kyni frá Noregi í einangrunarstöð Nautís á Stóra Ármóti. Um var að ræða nautkálf sem hefur hlotið nafnið Vísir og er undan Li’s Great Tigre 74039. Frá þessu er greint á vef Búnaðarsambands Suðurlands, bssl.is. Þann 3. sept. fæddist svo annar nautkálfur […]

Lesa meira »

Nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir sumar/haust 2018 er komin út og verður dreift til bænda á næstu dögum. Í skránni er að finna upplýsingar um þau reyndu naut sem eru í dreifingu núna auk fræðsluefnis. Þar má nefna upplýsingar kynbótamat með mælidagalíkani, afkvæmadóm nauta fæddra 2011 og 2012, kynbótamat reyndra nauta sem farið hafa úr dreifingu á síðustu […]

Lesa meira »

Tíu ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og ákvað á þeim fundi að setja 10 ný reynd naut í notkun að lokinni kynbótamatskeyrslu. Kynbótamatið var nú í fyrsta skipti keyrt með mælidagalíkani sem Jón Hjalti Eiríksson vann í meistaraverkefni sínu við Landbúnaðarháskólann. Matið notar einstakar mælingar í stað mjaltaskeiðsafurða áður og því fæst afurðamat á dætur […]

Lesa meira »

Fyrstu naut úr 2017 árgangi í dreifingu

Dreifing á sæði úr fyrstu átta nautunum úr 2017 árgangi er að hefjast og eru upplýsingar um þau komnar hér á vefinn. Þetta Balti 17002 frá Eyði-Sandvík í Flóa undan Þyt 09078 og Von 1122 Toppsdóttur 07046, Ormur 17003 frá Egilsstöðum á Völlum undan Keip 07054 og Flicku 1126 Stráksdóttur 10011, Flötur 17005 frá Halllandi á […]

Lesa meira »

Nýr dýralæknir kominn til starfa á Nautastöðinni

Nýr dýralæknir, Harpa Ósk Jóhannesdóttir, er nú kominn til starfa á Nautastöðinni á Hesti og tekur við af Þorsteini Ólafssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Harpa Ósk útskrifaðist með meistaragráðu frá Dýralæknaháskólanum í Kaupmannahöfn nú í byrjun febrúar s.l. og fjallaði meistaverkefni hennar um burðarerfiðleika, kálfadauða og heilsufarsvandamál hjá íslenskum kúm í kringum burð. […]

Lesa meira »

Ný smásjá tekin í notkun á Nautastöðinni

Í síðustu viku kom sérfræðingur frá IMV í Frakklandi á Nautastöðina á Hesti og setti upp svokallað Casa-kerfi á stöðinni. Kerfið byggir á tölvustýrðri smásjá, Ceros II, sem metur gæði sæðis og hæfni þess til að frjógva egg. Það verður fróðlegt að sjá hverju þetta breytir í starfsemi stöðvarinnar en vonir standa til þess að […]

Lesa meira »

SpermVital-frysting númer tvö

Dagana 10. til 12. apríl komu sérfræðingar frá SpermVital í Noregi til frystingar á sæði með SpermVital. Tekið var sæði úr 15 nautum sem öll gáfu gott sæði. Nautin eru: Kópur 16049 frá Syðri-Hofdölum Fláki 16051 frá Espihóli Mosi 16054 frá Stóru-Tjörnum Herkir 16069 frá Espihóli Gáski 16069 frá Berustöðum Þessi naut fara strax í […]

Lesa meira »

Viðurkenning fyrir besta nautið fætt 2010 afhent

Á fagþingi nautgriparæktarinnar sem fram fór á Hótel Selfossi í dag var afhent viðurkenning fyrir besta nautið fætt árið 2010 frá Nautastöð Bændasamtaka Íslands. Að þessu sinni hlaut kynbótanautið Úranus 10081 frá Hvanneyri þessa nafnbót. Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt, afhenti Agli Gunnarssyni, bústjóra, og Hafþóri Finnbogasyni, fjósameistara, viðurkenninguna og við það tækifæri tók […]

Lesa meira »

Ný ungnaut úr 2016 árgangi að koma til dreifingar

Nú bíða átta ungnaut úr 2016 árgangi dreifingar en hún mun hefjast innan skamms en upplýsingar um þau eru komnar hér á vefinn. Þetta Fóstri 16040 frá Helluvaði á Rangárvöllum undan Bolta 09021 og Hosu 754 Kambsdóttur 06022, Spakur 16042 frá Reykjum á Skeiðum undan Gusti 09003 og Heklu 1048 Sirkussdóttur 10001, Boggi 16043 frá […]

Lesa meira »

Nautastöðin hefur keypt 68 kálfa fædda árið 2017

Þegar þetta er skrifað hefur Nautastöð BÍ keypt 68 kálfa fædda árið 2017 eða 24% þeirra kálfa sem tilkynnt hefur verið um. Alls hafa borist tilkynningar um 289 kálfa fædda 2017. Þessar tölur gætu breyst lítillega en enn á eftir að taka afstöðu til eða skoða þrjá þessara 289 kálfa. Sambærilegar tölur fyrir kálfa fædda 2016 […]

Lesa meira »