Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða / Fréttir
Fréttir - Sarpur

Ný naut úr 2006 árg. að fara í dreifingu

Eftirtalin ungnaut eru nú að fara í dreifingu til bænda og þá verða 11 naut úr árganginum komin í dreifingu. – Karri 06007 frá Ystahvammi í Aðaldal. Karri, sem er rauðskjöldóttur, er undan Umba 98036 og Rjúpu Blakksdóttur. – Hali 06014 frá Vaðli á Barðarströnd. Hali, sem er svartur og hálfhryggjóttur er undan Tein 97001 […]

Lesa meira »

Annar nautahópur fæddur 2006 kominn á Nautastöðina á Hvanneyri

Nýlega kom annar hópur nauta fæddur árið 2006 að Nautastöðinni á Hvanneyri frá Þorleifskoti. Að þessu sinni komu átta ungnaut, fædd í maí fram í ágúst, þannig að þau yngstu eru ekki orðin ársgömul. Þessi naut eru:Hali 06014 frá Vaðli á Barðarströnd. Hali, sem er svartur og hálfhryggjóttur er undan Tein 97001 og Dimmu Pinkilsdóttur. […]

Lesa meira »

Fyrsta skólfustunga að nýrri nautastöð á Hesti

Á miðvikudaginn tók Bjarni Arason, fyrrverandi ráðunautur og forstöðumaður Nautastöðvarinnar á Hvanneyri fyrstu skóflustungu að nýrri nautastöð sem staðsett verður á Hesti í Andakíl. Eftir stutta ræðu Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtaka Íslands og skóflustungu Bjarna, var viðstöddum boðið til kynningar á teikningum og til kaffidrykkju í húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Kynningin var í höndum Magnúsar […]

Lesa meira »

Dreifing hafin úr nautum fæddum 2006

Hafin er dreifing á sæði úr nautum fæddum 2006 en búið er að senda út fyrstu skammtana úr Leisti 06006. Leistur er frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, undan Fonti 98027 og Auðhumlu 310 Vitadóttur 99016. Leistur er annar kálfur Auðhumlu en hún hafði um síðustu áramót mjólkað í 2,2 ár 8.839 kg mjólkur að meðaltali með […]

Lesa meira »

Viðurkenning fyrir besta nautið í 2000 árg.

Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands í apríl s.l. afhenti Jón Viðar Jónmundsson, nautgriparæktarráðunautur, þeim Björgvini Guðmundssyni og Kristjönu M. Óskarsdóttur í Vorsabæ í A-Landeyjum, viðurkenningu fyrir besta nautið í 2000 árgangi nauta, Náttfara 00035. Náttfari 00035 var fæddur þeim Björgvin og Kristjönu, sonur Smells 92028 og Góðunóttar 165 Daðadóttur 8703, í október 2000. Hann kom úr endanlegum afkvæmadómi […]

Lesa meira »

Ný og uppfærð nautaskrá

Nautaskrá Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands á vefnum hefur nú verið uppfærð með þó nokkuð breyttu sniði. Aðalhönnuður skráarinnar er Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, en um forritun sá Birgir Erlendsson. Meðal nýjunga má nefna:  Hægt er að leita að nautum eftir númeri, nafni og fæðingarbúi Hægt er að raða nautum í stafrófs- og eða númeraröð, […]

Lesa meira »