Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða / Fréttir
Fréttir - Sarpur

Þrjú ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gærkvöldi og tók ákvörðun um að setja þrjú naut úr árgangi 2014 til notkunar sem reynd naut að lokinni keyrslu kynbótmats nú í júlí. Þessi naut eru Kláus 14031 frá Villingadal í Eyjafirði, undan Hjarða 06029 og Klaufu 248 Laskadóttur 00010, Stáli 14050 frá Hlemmiskeiði 2 á Skeiðum undan Legi […]

Lesa meira »

Sandur 07014 er undan Hræsingi 98046

Nú hefur komið í ljós að Sandur 07014 er sonur Hræsings 98046 en ekki Glanna 98026 eins og talið var. Þetta kemur ekki að öllu leyti á óvart því eins og menn þekkja vel gefur Sandur langa spena sem var einmitt sterkt einkenni afa hans, Stúfs 90035. Þarna hefur það áreiðanlega gerst að við sæðingu […]

Lesa meira »

Leiðrétting á ætterni Skjás 10090 og Hróks 15023

Eins og við sögðum frá hér fyrir nokkrum dögum er nú unnið að yfirferð á ætternisstaðfestingum í tengslum við niðurstöður arfgerðargreininga vegna erfðamengisúrvalsins. Því miður hefur komið í ljós að fleiri naut en Ormur 17003 eru rangt ættfærð. Þannig er Skjár 10090 frá Akurey 2 í Landeyjum ekki sonur Ófeigs 02016 eins og talið var […]

Lesa meira »

Leiðrétt faðerni Orms 17003

Við yfirferð á ætternisstaðfestingum í tengslum við niðurstöður arfgerðargreininga vegna erfðamengisúrvalsins hefur komið í ljós að Ormur 17003 frá Egilsstöðum á Völlum er undan Þyt 09078 en ekki Keip 07054. Móðir Orms var sædd með Þyt 09078 þremur vikum áður en hún var endursædd með Keip 07054. Það ótrúlega er að hún hefur haldið við […]

Lesa meira »

Síðustu fjögur nautin úr árgangi 2017

Fjögur síðustu nautin úr 2017 árgangi eru nú að koma til dreifingar og eru upplýsingar um þau komnar hér á vefinn. Þetta eru Ítali 17056 frá Stóru-Reykjum í Flóa undan Úlla 10089 og Ítalíu 630 Þáttardóttur 08021, Krókur 17058 frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum undan Lúðri 10067 og 1245 Kambsdóttur 06022, Ristill 17060 frá Reykjum á […]

Lesa meira »

Dýralæknir óskast til starfa

Nautastöð Bændasamtaka Íslands óskar eftir að ráða dýralækni til starfa. Mögulegt er að um hlutastarf verði að ræða. Starfið felst m.a. í eftirfarandi þáttum: Gæðaeftirliti á stöðinni. Rannsóknum og skimun á sæði. Alhliða frjósemisleiðbeiningum fyrir frjótækna og bændur. Námskeiðum fyrir nýja frjótækna. Umsjón með heilbrigði og velferð dýra á stöðinni. Öðrum verkefnum sem honum eru […]

Lesa meira »

Nautastöðin keypti 53 kálfa fædda 2018

Nautastöð BÍ keypti 53 kálfa fædda árið 2018 eða 20% þeirra kálfa sem tilkynnt hefur verið um. Alls bárust tilkynningar um 261 kálf fæddan 2018. Sambærilegar tölur fyrir kálfa fædda 2017 eru 289 tilkynntir og 68 keyptir eða 24%. Tilkynningum um nautkálfa hefur á síðustu tveimur árum fjölgað allmikið og er það vel. Á sama […]

Lesa meira »

Synir Úranusar 10081

Eitthvað hefur borið á því að menn hafi áhyggjur af því að synir Úranusar 10081, sem nú eru í dreifingu, erfi frá sér gleitt setta framspena. Það er rétt að Úranus sjálfur er með 77 í kynbótamat fyrir spenastöðu og erfir þar að hluta þennan galla frá föður sínum, Síríusi 02032 sem stendur í dag […]

Lesa meira »

Viðurkenningar fyrir bestu nautin fædd 2011 og 2012 afhent

Viðurkenningar Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir bestu nautin í árgöngum 2011 og 2012, voru veittar við upphaf fagþings nautgriparæktarinnar sem haldið var í dag. Besta nautið í árgangi 2011 var valið Gýmir 11007 frá Berustöðum 2 í Ásahreppi og Sjarmi 12090 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi besta nautið í árgangi 2012. Ræktendur Gýmis eru þau Erla Traustadóttir […]

Lesa meira »

Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn

Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn í æviafurðum. Í lok febrúar s.l. hafði hún mjólkað 99.821 kg mjólkur yfir ævina en hún var í 16,1 kg dagsnyt þann 25. febrúar. Það má því ætla að hún hafi mjólkað sínu 100 þús. kg mjólkur þann 12. mars eða þar um […]

Lesa meira »