Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða / Fréttir
Fréttir - Sarpur

Nám fyrir verðandi frjótækna

NBÍ ehf. stendur fyrir námskeiði fyrir verðandi frjótækna í samstarfi við Búnaðarsamband Suðurlands og LbhÍ. Námið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að læra handbrögð frjótækna. Námskeiðið er einkum ætlað búfræðingum. Takmarkanir eru á fjölda þátttakenda og nemendur á vegum búnaðarsambanda njóta forgangs. Nám fyrir verðandi frjótækna skiptist í tvennt, annarsvegar bóklegt lotunám sem […]

Lesa meira »

Yfirlit um reynd naut í notkun

Við viljum benda áhugamönnum um nautgriparækt á samantekt um þau reyndu naut sem eru í notkun núna á heimasíðu RML. Þessi samantekt er eftir Guðmund Jóhannesson hjá RML en þarna fer hann yfir helstu kosti og galla þessara nauta. Sterk og jöfn staða reyndu nautanna að loknu kynbótamati í janúar 2019 

Lesa meira »

Átta naut úr 2017 árgangi til dreifingar

Átta naut úr 2017 árgangi eru nú að koma til dreifingar og eru upplýsingar um þau komnar hér á vefinn. Þetta eru Gyrðir 17039 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði undan Dropa 10077 og Nivikku 921 Hjarðadóttur 06029, Álfur 17045 frá Hjálmholti í Flóa undan Dropa 10077 og Álfadís 787 Laufássdóttur 08003, Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 […]

Lesa meira »

Tvö ný naut í hóp reyndra nauta – tveir nýir nautsfeður

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum s.l. fimmtudag að setja tvö ný reynd naut í notkun í kjölfar keyrslu á kynbótamati nú að loknu ársuppgjöri. Bæði þessi naut er úr 2014 árgangnum. Þessi naut eru Brjánn 14002 frá Brjánsstöðum í Grímsnesi, undan Vindli 05028 og Heklu 250 Bambadóttur 08049 og Hæll 14008 frá Hæli 1 í Eystrihrepp […]

Lesa meira »

Upplýsingar um átta óreynd naut úr 2017 árgangi

Upplýsingar um átta naut úr 2017 árgangi eru komnar hér á vefinn. Þetta eru Lói 17030 frá Stúfholti í Holtum undan Lúðri 10067 og Bambaló 358 Bambadóttur 08049, Búkki 17031 frá Lundi í Lundarreykjadal undan Sölku 266 Boltadóttur 09021, Ós 17034 frá Espihóli í Eyjafirði undan Úlla 10089 og 921 Kambsdóttur 06022, Títan 17036 frá […]

Lesa meira »

Reynsla af notkun SpermVital er góð

Nú styttist í að SpermVital-sæði hafi staðið til boða í ár hérlendis og reynslan af notkun þess góð. Á þeim tíma sem liðinn er frá þetta sæði kom til dreifngar hafa 9,9% allra sæðinga verið með SpermVital, 8,4% kúasæðinga og 16,2% kvígusæðinga. Ef horft er til samstillinga eingöngu er 34,7% samstilltra kúa sæddar með SpermVital-sæði […]

Lesa meira »

Fimm ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og ákvað að setja fimm ný reynd naut til notkunar úr 2013 árgangi nauta að lokinni keyrslu á nýju kynbótamati fyrir afurðir og frumutölu. Þessi naut eru Kakali 13009 frá Engihlíð í Vopnafirði, Bárður 13027 frá Villingadal í Eyjafirði, Ýmir 13051 frá Klauf í Eyjafirði, Steri 13057 frá Stóru-Mörk […]

Lesa meira »

Villa á ungnautaspjöldum 17018-17029

Þrátt fyrir prófarkalestur slæddist sú leiðinlega villa inn á ungnautaspjöld 17018-17029 að ábendingar v/skyldleika hjá Stæl 17022 tilheyra í raun Skans 17028. Ábendingar v/skyldleika hjá Stæl eiga að vera á þessa leið: Ábendingar v/skyldleika: Stæl ætti ekki að nota á dætur eða sonardætur Vindils 05028 eða Bolta 09021. Stæll er nokkuð skyldur afkomendum Kaðals 94017, […]

Lesa meira »

Upplýsingar um átta ungnaut úr árgangi 2017

Upplýsingar um átta naut úr 2017 árgangi eru komnar hér á vefinn. Þetta eru Tinni 17018 frá Litla-Dunhaga í Hörgársveit undan Blóma 08017 og Snilld 428 Stássadóttur 04024, Röðull 17019 frá Sólvangi í Fnjóskadal undan Bláma 07058 og Gullbrá 468 Lúðursdóttur 10067, Stæll 17022 frá Hnjúki í Vatnsdal undan Bolta 09021 og Gjólu 356 Vindilsdóttur […]

Lesa meira »