Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða / Fréttir
Fréttir - Sarpur

Fyrstu kálfarnir komnir í nýju nautastöðina

Þann 24. febrúar sl. komu fyrstu kálfarnir í einangrun í nýju nautastöðina á Hesti í Borgarfirði. Um 5 kálfa af Suðurlandi var að ræða. Á meðfylgjandi mynd er fyrsti kálfurinn sem fór inn í húsið; Lindi frá Litla-Ármóti í Flóahreppi. Lindi er undan Lind Kaðalsdóttur og Náttfara 00035.  

Lesa meira »

Umsögn um naut fædd 2002 sem eru í notkun

Hér á vefinn er komin umsögn um þau naut sem eru í notkun úr nautaárgangi 2002. Um er að ræða átta naut sem sett voru í framhaldsnotkun nú í byrjun febrúar auk þeirra fjögurra sem komu til notkunar s.l. vetur.Umsögnina má nálgast undir "Útgáfa" en þar sem ekki er hægt að birta kynbótamat fyrir þessi […]

Lesa meira »

Skrá yfir reynd naut uppfærð

Listinn yfir reynd naut í notkun hefur verið uppfærður sem og listi yfir nautsfeður til notkunar næstu mánuði. Hins vegar skal tekið fram að kynbótamat þeirra nauta sem voru í notkun er frá mars 2008 og þau naut úr 2002 árgangnum sem komu ný til notkunar um daginn hafa ekki fengið endanlegt kynbótamat enn. Vinnsla […]

Lesa meira »

Nýja nautastöðin að komast í gagnið

Í dag verða þau naut sem eru í nautastöðinni á Hvanneyri flutt í nýju nautastöðina á Hesti. Þar með verður starfsemi á Hvanneyri lokið. Ætlunin er að hefja síðan sæðistöku í nýju stöðinni í næstu viku.Í næstu viku verða síðan þeir nautkálfar sem enn eru í Uppeldisstöðinni í Þorleifskoti fluttir í nýju stöðina á Hesti. Þá verða […]

Lesa meira »

Ný óreynd naut í útsendingu

Nú eru sjö ný óreynd naut úr nautaárgangi 2007 komin úr dreifingu. Þetta eru þeir Hóll 07037, Húni 07041, Blængur 07042, Toppur 07046, Lögur 07047, Lukki 07048 og Húfur 07049. Hóll 07037 er frá Helluvaði á Rangárvöllum, sonur Umba 98036 og Þúfu 543 Stígsdóttur 97010. Húni 07041 er frá Syðra-Hóli í Skagabyggð og er undan […]

Lesa meira »

Myndir frá opnun Nautastöðvar BÍ

Mikill fjöldi gesta var viðstaddur opnun Nautastöðvar BÍ í síðustu viku. Hér á vefnum eru nú aðgengilegar myndir sem teknar voru við það tilefni af þeim Áskeli Þórissyni, Erlu Hjördísi Gunnarsdóttur og Tjörva Bjarnasyni. Smellið hér til að skoða!

Lesa meira »

Nautastöðin vígð í blíðskaparveðri

Ný Nautastöð Bændasamtaka Íslands, á Hesti í Borgarfirði, var vígð í gær að viðstöddu fjölmenni. Áætlað er að rúmlega 400 manns hafi verið við vígsluathöfnina og var þar góð stemmning. Það var Stefán Ólafsson byggingameistari sem afhenti Haraldi Benediktssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, lyklana. Gamla Nautastöðin á Hvanneyri var byggð árið 1960 og Nautauppeldisstöð í Þorleifskoti í […]

Lesa meira »

Ný Nautastöð á Hesti

Ný Nautastöð Bændasamtaka Íslands verður vígð þriðjudaginn 10. febrúar að Hesti í Borgarfirði. Húsið verður opið bændum og öllu áhugafólki um íslenska nautgriparækt á milli kl. 13 og 17. Klukkan 14:00 fer vígslan fram auk þess sem boðið verður upp á tónlistaratriði, fyrirlestra og að sjálfsögðu veitingar.Gamla Nautastöðin á Hvanneyri var byggð árið 1960 og […]

Lesa meira »

Ný Nautastöð á Hesti verður vígð 10. febrúar

Nú eru iðnaðarmenn að leggja lokahönd á nýja Nautastöð Bændasamtakanna á Hesti í Borgarfirði. Formleg opnun verður þriðjudaginn 10. febrúar og er öllum bændum landsins og öðru áhugafólki um nautgriparækt boðið að berja húsið augum. Auk hefðbundinnar vígsluathafnar verður boðið upp á fyrirlestra um nautgriparækt, tónlistaratriði og veitingar. Nautin verða flutt frá gömlu Nautastöðinni á […]

Lesa meira »