Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða / Fréttir
Fréttir - Sarpur

Síðustu fjögur nautin úr árgangi 2017

Fjögur síðustu nautin úr 2017 árgangi eru nú að koma til dreifingar og eru upplýsingar um þau komnar hér á vefinn. Þetta eru Ítali 17056 frá Stóru-Reykjum í Flóa undan Úlla 10089 og Ítalíu 630 Þáttardóttur 08021, Krókur 17058 frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum undan Lúðri 10067 og 1245 Kambsdóttur 06022, Ristill 17060 frá Reykjum á […]

Lesa meira »

Dýralæknir óskast til starfa

Nautastöð Bændasamtaka Íslands óskar eftir að ráða dýralækni til starfa. Mögulegt er að um hlutastarf verði að ræða. Starfið felst m.a. í eftirfarandi þáttum: Gæðaeftirliti á stöðinni. Rannsóknum og skimun á sæði. Alhliða frjósemisleiðbeiningum fyrir frjótækna og bændur. Námskeiðum fyrir nýja frjótækna. Umsjón með heilbrigði og velferð dýra á stöðinni. Öðrum verkefnum sem honum eru […]

Lesa meira »

Nautastöðin keypti 53 kálfa fædda 2018

Nautastöð BÍ keypti 53 kálfa fædda árið 2018 eða 20% þeirra kálfa sem tilkynnt hefur verið um. Alls bárust tilkynningar um 261 kálf fæddan 2018. Sambærilegar tölur fyrir kálfa fædda 2017 eru 289 tilkynntir og 68 keyptir eða 24%. Tilkynningum um nautkálfa hefur á síðustu tveimur árum fjölgað allmikið og er það vel. Á sama […]

Lesa meira »

Synir Úranusar 10081

Eitthvað hefur borið á því að menn hafi áhyggjur af því að synir Úranusar 10081, sem nú eru í dreifingu, erfi frá sér gleitt setta framspena. Það er rétt að Úranus sjálfur er með 77 í kynbótamat fyrir spenastöðu og erfir þar að hluta þennan galla frá föður sínum, Síríusi 02032 sem stendur í dag […]

Lesa meira »

Viðurkenningar fyrir bestu nautin fædd 2011 og 2012 afhent

Viðurkenningar Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir bestu nautin í árgöngum 2011 og 2012, voru veittar við upphaf fagþings nautgriparæktarinnar sem haldið var í dag. Besta nautið í árgangi 2011 var valið Gýmir 11007 frá Berustöðum 2 í Ásahreppi og Sjarmi 12090 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi besta nautið í árgangi 2012. Ræktendur Gýmis eru þau Erla Traustadóttir […]

Lesa meira »

Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn

Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn í æviafurðum. Í lok febrúar s.l. hafði hún mjólkað 99.821 kg mjólkur yfir ævina en hún var í 16,1 kg dagsnyt þann 25. febrúar. Það má því ætla að hún hafi mjólkað sínu 100 þús. kg mjólkur þann 12. mars eða þar um […]

Lesa meira »

Fagþing nautgriparæktarinnar 22. mars n.k.

Fagþing nautgriparæktarinnar verður haldið í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda líkt og undanfarin ár. Að þessu sinni verður fagþingið á Hótel Sögu í Reykjavík föstudaginn 22. mars og hefst kl. 12:30. Aðalfundur LK hefst á sama stað kl. 10:00 með skýrslu stjórnar og ávörpum gesta og umræðum en að loknum léttum hádegisverði  því loknu tekur […]

Lesa meira »

Nám fyrir verðandi frjótækna

NBÍ ehf. stendur fyrir námskeiði fyrir verðandi frjótækna í samstarfi við Búnaðarsamband Suðurlands og LbhÍ. Námið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að læra handbrögð frjótækna. Námskeiðið er einkum ætlað búfræðingum. Takmarkanir eru á fjölda þátttakenda og nemendur á vegum búnaðarsambanda njóta forgangs. Nám fyrir verðandi frjótækna skiptist í tvennt, annarsvegar bóklegt lotunám sem […]

Lesa meira »

Yfirlit um reynd naut í notkun

Við viljum benda áhugamönnum um nautgriparækt á samantekt um þau reyndu naut sem eru í notkun núna á heimasíðu RML. Þessi samantekt er eftir Guðmund Jóhannesson hjá RML en þarna fer hann yfir helstu kosti og galla þessara nauta. Sterk og jöfn staða reyndu nautanna að loknu kynbótamati í janúar 2019 

Lesa meira »

Átta naut úr 2017 árgangi til dreifingar

Átta naut úr 2017 árgangi eru nú að koma til dreifingar og eru upplýsingar um þau komnar hér á vefinn. Þetta eru Gyrðir 17039 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði undan Dropa 10077 og Nivikku 921 Hjarðadóttur 06029, Álfur 17045 frá Hjálmholti í Flóa undan Dropa 10077 og Álfadís 787 Laufássdóttur 08003, Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 […]

Lesa meira »