Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða / Fréttir
Fréttir - Sarpur

Nautastöðin keypti 56 kálfa á árinu 2020

Nautastöðin keypti á árinu 2020 samtals 56 kálfa af bændum samanborið við 55 á síðasta ári. Dreifing þeirra er misjöfn yfir landið og endurspeglar að þessu sinni ekki kúafjölda á hverju svæði. Ávallt er nokkur breytileiki í því hvaða keyptir eru kálfar á hverju ári. Af Vesturlandi komu 10 kálfar, enginn kálfur af Vestfjörðum þetta […]

Lesa meira »

Fyrsti Angus-kálfurinn af innlendum fósturvísum fæddur

Þann 2.nóvember s.l. fæddist fyrsti Angus-kálfurinn tilkominn með fósturvísaskolun hér innanlands. Í janúar s.l. voru Angus-kvígur frá NautÍs, fæddar 2018, skolaðar á Stóra Ármóti og náðust 46 fósturvísar. Á Stóra-Ármóti voru síðan settir upp 7 fósturvísar og náðu tvær kýr að festa fang. Nú er önnur þeirra borin. Fyrirhugað er að flytja kálfinn á nautastöðina […]

Lesa meira »

Ný nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2020-21 er komin út og verður dreift til bænda á næstu dögum. Skráin er með hefðbundnu sniði en auk umfjöllunar um reynd naut og holdanaut í notkun er að finna ýmislegt fræðsluefni í skránni. Þar má nefna greinar um frjósemi í íslenska kúastofninum og aðra um skyldleikarækt þar sem halda á penna […]

Lesa meira »

Fyrstu ungnaut úr 2019 árgangi tilbúin til dreifingar

Fyrstu ungnaut úr 2019 árgangi nauta eru tilbúin til dreifingar og útsending hefst innan tíðar af fullum krafti. Tvö þeirra eru að vísu komin í dreifingu á einstaka svæðum en á næstu vikum munu þessi naut taka við af 2018 nautunum í kútum frjótækna eða um leið og dreifingu þeirra lýkur. Hér er um að […]

Lesa meira »

Fyrsti kálfur úr glasafrjóvgunar-fósturvísaverkefni Geno fæddur

Í sumar fæddist fyrsti glasafrjóvgunarkálfurinn úr fósturvísaverkefni Geno-kynbótastöðvarinnar í Noregi. Þetta er rauðskjöldótt kvíga undan 80046 Amalíu og nautinu 12021 Lone en hún fæddist á bænum Rye í Suður-Þrændalögum. Þar reka þeir Jomar Lindgård og Per Gunnar Klefstad samvinnufjós. Í Noregi hefur hingað til einungis verið notast við fósturvísaskolarnir (MOET) þar sem kýrnar eru meðhöndlaðar […]

Lesa meira »

Nýtt naut í hóp reyndra nauta

Fagráð í nautgriparækt fundaði í morgun og tók ákvörðun um hvaða reyndu naut verða í notkun næstu vikur en nýtt kynbótamat fyrir afurðir og frumutölu var keyrt núna í september. Ákveðið var Flóði 15047 komi til dreifingar sem reynt naut. Aðrar breytingar á dreifingu reyndra nauta voru ekki gerðar en úr nautaskrá falla þeir Sjarmi […]

Lesa meira »

Danir hætta að dæma mjaltir um áramótin

Undanfarna áratugi hefur kynbótagildi fyrir mjaltir byggst á mati bænda á mjaltatíma einstakra kúa miðað við aðrar kýr í hjörðinni. Með tækniframförum og breytingum á mjaltatækni hafa skapast möguleikar á að safna gögnum um raunverulegan mjaltatíma og mjólkurflæði einstakra kúa. Beinar mælingar hafa þann ótvíræða kost að þar er um fullkomlega hlutlæg gögn að ræða […]

Lesa meira »

Sæði úr Eiríki-ET 19403 tilbúið til dreifingar

Upplýsingar um Angus-nautið Eirík-ET 19403 sem fæddist á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra eru komnar hér á vefinn. Eríkur-ET 19403 er albróðir Máttar-ET 19404 en þeir eru undan Horgen Erie NO74029 sem aftur var undan Horgen Bror NO55754 en hann rekur ættir til Kanada og Bretlands. Móðurfaðir þeirra beggja er First Boyd fra Li […]

Lesa meira »

Sæði úr Hálfmána og Ými uppurið

Sæði úr Hálfmána 13022 og Ými 13051 er uppurið úr birgðageymslum Nautastöðvarinnar og því eru þeir ekki lengur á lista yfir naut í notkun hér nautaskra.net. Enn geta þó leynst einhver strá í kútum frjótækna en ljóst að nú eru allra síðustu forvöð til notkunar á þeim. Þá styttist óðfluga í að sæði klárist úr […]

Lesa meira »

Angus-nautin Valur og Máttur komnir í dreifingu

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Val-ET 19402 og Mætti-ET 19404 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Valur-ET 19402 er undan Hovin Hauk NO74043 sem á ættir að rekja til ástalskra, kanadískra og bandarískra Angus-gripa. Máttur-ET 19404 er undan Horgen Erie NO74029 sem aftur var undan Horgen Bror NO55754 en […]

Lesa meira »