Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða / Fréttir
Fréttir - Sarpur

Upplýsingar um síðustu naut úr 2018 árgangi

Þá eru komnar hér á vefinn upplýsingar um síðustu nautin úr 2018 árgangi sem fara í dreifingu. Árgangurinn telur þá alls 31 naut og hann er því með þeim stærstu sem komið hafa til dreifingar. Þau naut sem um ræðir eru Kollur 18039 frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum undan Skalla 11023 og 1191 Flókadóttur 13020, Landi […]

Lesa meira »

Forðist frjótækna

Eins leiðinlegt og er að segja það þá er óhjákvæmilegt að beina þeim tilmælum til bænda að hafa sem minnst samskipti við frjótækna nema þá í gegnum síma. Þetta þýðir að í fjósi þurfa kýrnar að vera tilbúnar til sæðingar þegar frjótæknir kemur þannig að hann geti athafnað sig án aðstoðar auk þess sem skýrt […]

Lesa meira »

Vegna COVID-19

Nautastöðin á Hesti (NBÍ) hefur brugðist við vegna COVID-19 og gefið út tilmæli um ráðstafanir vegna faraldursins, sjá neðar. Að því er best er vitað mun sæðingastarfsemi haldast óbreytt en að sjálfsögðu er mönnum bent á að fara með gát og virða tilmæli Almannavarna og Embættis landlæknis varðandi smitgát. Bændasamtökin hvetja menn til þess að fylgjast […]

Lesa meira »

Ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í dag og tók ákvörðun um hvaða reyndu naut verða í dreifingu næstu mánuði. Ákveðið var að setja fyrstu naut úr 2015 árgangi nauta í notkun ásamt einu nauti úr 2014 árgangi. Þarna koma til notkunar fyrstu synir Topps 07046, Laufáss 08003 og Bamba 08049 að lokinni afkvæmaprófun. Þau naut sem […]

Lesa meira »

Farsímavefur nautaskra.net

Hugsanlega eru þó nokkrir sem hafa ekki veitt því eftirtekt að nautaskra.net er með farsímavef á slóðinni nautaskra.net/m. Þessi vefur inniheldur þær upplýsingar sem getur verið gott að hafa í vasanum, þ.e. reynd naut í notkun, ungnaut í dreifingu og fréttir. Vefurinn fellur mun betur að skjá snjalltækja og lagar sig að skjástærð þannig að […]

Lesa meira »

Upplýsingar um sjö ný naut úr árgangi 2018

Nú eru komnar upplýsingar um sjö ný ungnaut úr árgangi 2018 hér á vefinn. Þetta eru Fálki 18029 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði undan Gými 11007 og Sýningu 784 Bambadóttur 08049, Beykir 18031 frá Brúnastöðum í Flóa undan Gými 11007 og Áttu 888 Baldadóttur 06010, Eiðar 18034 frá Breiðavaði í Eiðaþinghá undan Lúðri 10067 og […]

Lesa meira »

Spermvital-sæði úr nautum fæddum 2018

Í nóvember s.l. var fryst sæði með Spermvital-aðferð og gáfu öll þau naut sem voru í sæðistöku þá nothæft Spermvital-sæði. Þar með er aðgengilegt langlíft sæði úr öllum þeim nautum sem fædd eru 2018 og komin til dreifingar. Um er að ræða 19 naut en svo vill til að í augnablikinu eru öll þessi í […]

Lesa meira »

SpermVital-frysting í þessari viku

Nú eru góðir gestir frá Noregi á Nautastöðinni á Hesti, eða þau Randy Kjelsberg og Sigurd Aarstadt frá Spermvital. Þeirra hlutverk er að blanda langlíft sæði, Spermvital. Tekið var sæði úr 18 nautum og það náðist að blanda sæði úr þeim öllum. Gæðamat bíður þó í nokkra daga en við bíðum og vonum. Nautin sem […]

Lesa meira »

Ný nautaskrá að koma út

Nautaskrá fyrir veturinn 2019-20 er væntanleg úr prentun og verður dreift til bænda innan skamms. Í skránni er að finna upplýsingar um þau reyndu naut sem eru í dreifingu núna, nýju Angus-holdanautin auk fræðsluefnis. Þar má nefna upplýsingar um verkefnið um erfðamengisúrval, afurðaúthald, afkvæmadóm nauta fæddra 2013, kynbótamat reyndra nauta sem farið hafa úr dreifingu […]

Lesa meira »