Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða / Fréttir
Fréttir - Sarpur

Danir hætta að dæma mjaltir um áramótin

Undanfarna áratugi hefur kynbótagildi fyrir mjaltir byggst á mati bænda á mjaltatíma einstakra kúa miðað við aðrar kýr í hjörðinni. Með tækniframförum og breytingum á mjaltatækni hafa skapast möguleikar á að safna gögnum um raunverulegan mjaltatíma og mjólkurflæði einstakra kúa. Beinar mælingar hafa þann ótvíræða kost að þar er um fullkomlega hlutlæg gögn að ræða […]

Lesa meira »

Sæði úr Eiríki-ET 19403 tilbúið til dreifingar

Upplýsingar um Angus-nautið Eirík-ET 19403 sem fæddist á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra eru komnar hér á vefinn. Eríkur-ET 19403 er albróðir Máttar-ET 19404 en þeir eru undan Horgen Erie NO74029 sem aftur var undan Horgen Bror NO55754 en hann rekur ættir til Kanada og Bretlands. Móðurfaðir þeirra beggja er First Boyd fra Li […]

Lesa meira »

Sæði úr Hálfmána og Ými uppurið

Sæði úr Hálfmána 13022 og Ými 13051 er uppurið úr birgðageymslum Nautastöðvarinnar og því eru þeir ekki lengur á lista yfir naut í notkun hér nautaskra.net. Enn geta þó leynst einhver strá í kútum frjótækna en ljóst að nú eru allra síðustu forvöð til notkunar á þeim. Þá styttist óðfluga í að sæði klárist úr […]

Lesa meira »

Angus-nautin Valur og Máttur komnir í dreifingu

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Val-ET 19402 og Mætti-ET 19404 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Valur-ET 19402 er undan Hovin Hauk NO74043 sem á ættir að rekja til ástalskra, kanadískra og bandarískra Angus-gripa. Máttur-ET 19404 er undan Horgen Erie NO74029 sem aftur var undan Horgen Bror NO55754 en […]

Lesa meira »

Þrjú ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í dag að setja þrjú ný naut úr 2015 árgangi í notkun sem reynd naut. Þetta eru Köngull 15019 frá Auðsholti í Hrunamannahreppi undan Toppi 07046 og Furu 933 Bambadóttur 08049, Svampur 15027 frá Bakka á Kjalarnesi undan Bamba 08049 og Kommu 379 Skurðsdóttur 02012 og Ábóti 15029 […]

Lesa meira »

Enn fjölgar í Angus-hjörðinni á Stóra-Ármóti

Þessa dagana eru kýrnar á einanangurstöð NautÍs á Stóra-Ármóti að bera. Um er að ræða kálfa tilkomna með fósturvísaflutningi frá Noregi og er faðir þeirra Emil av Lillebakken NO74028 en hann er alhliða naut, gefur góðan vaxtarhraða og mikil kjötgæði auk þess sem dætur hans eru afbragðskýr. Eini gallinn er að hann gefur mikinn fæðingarþunga […]

Lesa meira »

SpermVital-sæði eykur sveigjanleika

Fyrir skömmu varði Halldor Felde Berg doktorsritgerð sína „Frjósemi og sæðisgæði með notkun SpermVital-sæðis til tæknifrjóvgunar í nautgripum“ við Norska umhverfis- og lífvísindaháskólann í Ási. Megintilgangur doktorsverkefnisins var að afla meiri þekkingar um SpermVital-sæði, sérstaklega með tilliti til upplausnar á „alginat“-hlaupinu sem notað er í SpermVital, sæðisgæða eftir frystingu og frjósemi eftir sæðingu sem framkvæmd […]

Lesa meira »

Frá Nautastöðinni

Covid 19 hefur enn ekki haft nein afgerandi áhrif á störf hér á Nautastöðinni. Sæðistaka og sæðisafgreiðsla hefur verið með eðlilegum hætti. Þá virðist sem þátttaka í sæðingum sé svipuð og áður. Eitt hefur þó breyst en það er að norsku vinir okkar frá SpermVital komu ekki hér í apríl eins og til stóð til […]

Lesa meira »

Meistaravörn Þórdísar Þórarinsdóttur

Mánudaginn 27. apríl n.k. kl. 14.00 mun Þórdís Þórarinsdóttir verja meistararitgerð sína í búvísindum við Ræktunar- og fæðudeild Landbúnaðarháskóla Íslands, og nefnist hún upp á íslensku „Erfðastuðlar og erfðaþróun frjósemiseiginleika í íslenska kúastofninum“, en á ensku er titillinn „Genetic Parameters and Genetic Trends of Female Fertility in Icelandic Dairy Cattle”. Leiðbeinendur Þórdísar eru dr. Elsa […]

Lesa meira »

Jörfi 13011 er besta nautið fætt 2013

Á fundi sínum í febrúar s.l. valdi fagráð í nautgriparækt besta naut fætt árið 2013 á Nautastöð BÍ. Til stóð tilkynna um valið og afhenda viðurkenningu  á fagþingi nautgriparæktarinnar sem halda átti í mars en var frestað af vel þekktum ástæðum. Fyrir valinu varð Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð undan Birtingi 05043 og Gústu […]

Lesa meira »