Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða / Fréttir
Fréttir - Sarpur

SpermVital-frysting í þessari viku

Nú eru góðir gestir frá Noregi á Nautastöðinni á Hesti, eða þau Randy Kjelsberg og Sigurd Aarstadt frá Spermvital. Þeirra hlutverk er að blanda langlíft sæði, Spermvital. Tekið var sæði úr 18 nautum og það náðist að blanda sæði úr þeim öllum. Gæðamat bíður þó í nokkra daga en við bíðum og vonum. Nautin sem […]

Lesa meira »

Ný nautaskrá að koma út

Nautaskrá fyrir veturinn 2019-20 er væntanleg úr prentun og verður dreift til bænda innan skamms. Í skránni er að finna upplýsingar um þau reyndu naut sem eru í dreifingu núna, nýju Angus-holdanautin auk fræðsluefnis. Þar má nefna upplýsingar um verkefnið um erfðamengisúrval, afurðaúthald, afkvæmadóm nauta fæddra 2013, kynbótamat reyndra nauta sem farið hafa úr dreifingu […]

Lesa meira »

Upplýsingar um tíu naut úr 2018 árgangi

Nú eru upplýsingar um  tíu naut úr 2018 árgangi komnar hérna á síðuna og meðal þeirra er að finna fyrstu syni Gýmis 11007 og Skalla 11023 sem koma í notkun. Þetta eru eftirtalin naut; Gumi 18016 frá frá Hæli 1 í Eystrihrepp undan Dropa 10077 og Brúði 632 Lagardóttur 07047, Speni 18017 frá Hrafnagili í […]

Lesa meira »

Jónki 16036 er undan Góa 08037

Komið hefur í ljós við yfirferð á niðurstöðum arfgerðargreininga að Jónki 16036 frá Stóra-Dunhaga í Hörgárdal er ekki undan Blóma 08017 eins og talið var heldur Góa 08037. Þarna hefur annað hvort átt sér stað misskráning á sæðingu eða frjótæknir hefur gripið rangt strá. Þetta færir okkur enn og aftur heim sanninn um gagnsemi og […]

Lesa meira »

Breytingar á reyndum nautum í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og tók ákvörðun um hvaða naut verða í dreifingu sem reynd naut á næstu mánuðum. Nýtt kynbótamat var keyrt núna í byrjun október og að þessu sinni með breyttum áherslum, þ.e. heildareinkunn er nú reiknuð með nýju vægi eiginleika. Þær breytingar hafa verið kynntar, m.a. í Bændablaðinu. Þessar breytingar […]

Lesa meira »

Nám fyrir verðandi frjótækna

Haldið í samstarfi Endurmenntunardeildar LbhÍ, Nautastöðvar BÍ og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Námið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að læra handbrögð frjótækna. Námskeiðið er einkum ætlað búfræðingum. Takmarkanir eru á fjölda þátttakenda. Nám fyrir verðandi frjótækna skiptist í tvennt, annars vegar bóklegt lotunám sem kennt er hjá LbhÍ á Hvanneyri og hins vegar verklega þjálfun […]

Lesa meira »

Fyrsta sæðistaka úr Angus-nautunum á Stóra-Ármóti

Í morgun, 15. ágúst, gáfu Angus-nautin Draumur 18402 og Baldur 18403 sæði sem verður til dreifingar frá Nautastöð BÍ á Hesti. Baldur gaf 214 skammta og Draumur 173 skammta. Vonandi tekst að ná sæði úr hinum nautunum næstu daga en nautin eru einungis rúmlega 11 mánaða. Sæðið er nú þegar komið í dreifingu en fyrsta […]

Lesa meira »

Fyrstu naut úr 2018 árgangi í dreifingu

Nú eru fyrstu naut úr 2018 árgangi nauta að koma til dreifingar og í þessu fyrsta holli eru synir Úranusar 10081 áberandi. Þau 9 naut sem koma til dreifingar á næstu vikum eru; Humall 18001 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahr. undan Úranusi 10081 og Randaflugu 1035, sonardóttur Kastala 07020, Sonur 18002 frá Syðri-Bægisá í Öxnadal […]

Lesa meira »

Heildareinkunn verður breytt í kynbótamati nautgriparæktarinnar

Fagráð í nautgriparækt ákvað á síðasta fundi sínum nú fyrr í vikunni að breyta útreikningi á heildareinkunn í samræmi við niðurstöður verkefnis um hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt. Á undanförnum misserum hefur RML unnið að útreikningum á hagrænu vægi eiginleika og hefur sú vinna verið í höndum Kára Gautasonar og Jóns Hjalta Eiríkssonar. Verkefnið sem […]

Lesa meira »

Angus-nautin á Stóra-Ármóti farin að gefa sæði

Sæðistaka úr Angus-nautunum á Stóra-Ármóti mun hefjast innan skamms en á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands er sagt frá því að í gær (7. ágúst) hafi fyrstu sæðisskammtarnir náðst úr tveimur nautanna. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því snemma í júlí en um síðustu mánaðamót lágu fyrir niðurstöðu sýnatöku m.t.t. til smitsjúkdóma. Þau sýni reyndust öll vera […]

Lesa meira »