Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða / Fréttir
Fréttir - Sarpur

Nýtt reynt naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í dag og tók ákvörðun um hvaða reyndu naut verða í dreifingu næstu vikur. Ákveðið var að halda nautahópnum sem næst óbreyttum en bæta Herki 16069 frá Espihóli í Eyjafirði í hóp reyndra nauta. Hann er undan Gusti 09003 og móðurfaðir er Baldi 06010. Þá var ákveðið að taka Bjarka 15011 […]

Lesa meira »

Emmi ET 20401 kemur ekki til notkunar

Nú er orðið ljóst að Angus-nautið Emmi ET 20401 mun ekki koma til notkunar en hann hefur ekki gefið nothæft sæði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta árið munu því aðeins bætast í hóp Angus-nauta þau tvö naut sem dreifing er hafin úr, það eru þeir Erpur ET 20402 og Eðall ET 20403. Sæði úr þeim […]

Lesa meira »

Sæðisdreifing úr Angus-nautunum Erpi og Eðli hafin

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Erpi-ET 20402 og Eðli-ET 20403 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Erpur-ET 20402 og Eðall-ET 20403 eru báðir undan Emil av Lillebakken NO74028. Móðurfaðir Erps er Junior av Nordstu NO74060 sem var undan ástralska Angus-nautinu AUHKFE27 Paringa Ore E27 en móðurfaðir Eðals er Lord […]

Lesa meira »

Átta ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði nú í morgun og ákvað að setja átta ný naut í notkun sem reynd naut. Þetta eru Álmur 16007 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði undan Kletti 08030 og Lenu 522 Glæðisdóttur 02001, Skírnir 16018 frá Miðfelli 5 í Hrunamannahreppi undan Gusti 09003 og Mánu 384 Síríusdóttur 02032, Róður 16019 frá Stóra-Dunhaga […]

Lesa meira »

Afkvæmadómur nauta f. 2015

Við vekjum athygli á að yfirlit um afkvæmadóma nauta sem fædd voru árið 2015 er komið á vef RML. Um er að ræða hefðbundið yfirlit þar sem sjá má hver útkoman varð á þeim nautum sem komu til afkvæmadóms. Meðal þess sem þarna er að finna er lýsing á dætrahópunum, yfirlit um útlitseinkenni, efnahlutföll, frumutölu, […]

Lesa meira »

Jörfi 13011 verðlaunaður

Í síðustu viku afhenti Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvarinnar, verðlaun fyrir besta nautið fætt 2013. Eins og kunnugt er hlaut Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð þessa nafnbót en afhending verðlaunanna hefur tafist vegna Covid-19 faraldursins. Það var því ekki fyrr en nú sem verðlaunin voru afhent þeim systkinum og ræktendum Jörfa, Jónasi, Guðbjörgu og Guðmundi […]

Lesa meira »

Þrjú ný ungnaut fædd 2019

Þá eru komnar upplýsingar um þrjú síðustu nautin úr 2019 árgangnum hér á vefinn. Þetta eru þeir Samson 19060 frá Egilsstöðum á Völlum undan Stera 13057 og Dorrit 1219 Baldadóttur 06010, Binni 19064 frá Brúsastöðum í Vatnsdal undan Bakkusi 12001 og Blesu 847 Bárðardóttur 13027 og Bússi 19066 frá Búvöllum í Aðaldal undan Stera 13057 […]

Lesa meira »

Undireinkunnir júgurs og spena í töflu

Gerðar hafa verið örlitlar breytingar á upplýsingum varðandi reynd naut í notkun. Nú er hægt að velja milli þess að skoða töflu með og án undireinkunna júgurs og spena en þar um að ræða júgurfestu, júgurband, júgurdýpt, spenalengd, spenaþykkt og spenastöðu. Töflunum er svo hægt að raða frá lægstu til hæstu einkunna  eða öfugt með […]

Lesa meira »

Nýfundin stökkbreyting í NRF hefur áhrif á frjósemi

Nýverið fannst stökkbreyting í NRF-kúakyninu í Noregi sem hefur áhrif á frjósemi. Þessi stökkbreyting kallast BTA8H og svipar nokkuð til stökkbreytingar sem fannst fyrir nokkrum árum og kallast BTA12. Báðar þessar stökkbreytingar valda fósturláti en sú nýfundna veldur fósturdauða snemma á meðgöngu (sýnir sig sem að kýrnar beiða upp) en sú áður þekkta veldur fósturláti […]

Lesa meira »

Ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í gær að setja sjö ný reynd naut í notkun úr nautaárgöngum 2015 og 2016. Þarna er um að ræða síðasta hópinn úr 2015 árgangnum og fyrstu naut úr 2016 árgangi. Hinn firnasterki Bambi 08049 er um þessar mundir öflugur í íslenska kúastofninum og afkomendur hans áberandi. Við […]

Lesa meira »