Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða / Fréttir
Fréttir - Sarpur

Fyrsta sæðistaka úr Angus-nautunum á Stóra-Ármóti

Í morgun, 15. ágúst, gáfu Angus-nautin Draumur 18402 og Baldur 18403 sæði sem verður til dreifingar frá Nautastöð BÍ á Hesti. Baldur gaf 214 skammta og Draumur 173 skammta. Vonandi tekst að ná sæði úr hinum nautunum næstu daga en nautin eru einungis rúmlega 11 mánaða. Sæðið er nú þegar komið í dreifingu en fyrsta […]

Lesa meira »

Fyrstu naut úr 2018 árgangi í dreifingu

Nú eru fyrstu naut úr 2018 árgangi nauta að koma til dreifingar og í þessu fyrsta holli eru synir Úranusar 10081 áberandi. Þau 9 naut sem koma til dreifingar á næstu vikum eru; Humall 18001 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahr. undan Úranusi 10081 og Randaflugu 1035, sonardóttur Kastala 07020, Sonur 18002 frá Syðri-Bægisá í Öxnadal […]

Lesa meira »

Heildareinkunn verður breytt í kynbótamati nautgriparæktarinnar

Fagráð í nautgriparækt ákvað á síðasta fundi sínum nú fyrr í vikunni að breyta útreikningi á heildareinkunn í samræmi við niðurstöður verkefnis um hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt. Á undanförnum misserum hefur RML unnið að útreikningum á hagrænu vægi eiginleika og hefur sú vinna verið í höndum Kára Gautasonar og Jóns Hjalta Eiríkssonar. Verkefnið sem […]

Lesa meira »

Angus-nautin á Stóra-Ármóti farin að gefa sæði

Sæðistaka úr Angus-nautunum á Stóra-Ármóti mun hefjast innan skamms en á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands er sagt frá því að í gær (7. ágúst) hafi fyrstu sæðisskammtarnir náðst úr tveimur nautanna. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því snemma í júlí en um síðustu mánaðamót lágu fyrir niðurstöðu sýnatöku m.t.t. til smitsjúkdóma. Þau sýni reyndust öll vera […]

Lesa meira »

Þrjú ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gærkvöldi og tók ákvörðun um að setja þrjú naut úr árgangi 2014 til notkunar sem reynd naut að lokinni keyrslu kynbótmats nú í júlí. Þessi naut eru Kláus 14031 frá Villingadal í Eyjafirði, undan Hjarða 06029 og Klaufu 248 Laskadóttur 00010, Stáli 14050 frá Hlemmiskeiði 2 á Skeiðum undan Legi […]

Lesa meira »

Sandur 07014 er undan Hræsingi 98046

Nú hefur komið í ljós að Sandur 07014 er sonur Hræsings 98046 en ekki Glanna 98026 eins og talið var. Þetta kemur ekki að öllu leyti á óvart því eins og menn þekkja vel gefur Sandur langa spena sem var einmitt sterkt einkenni afa hans, Stúfs 90035. Þarna hefur það áreiðanlega gerst að við sæðingu […]

Lesa meira »

Leiðrétting á ætterni Skjás 10090 og Hróks 15023

Eins og við sögðum frá hér fyrir nokkrum dögum er nú unnið að yfirferð á ætternisstaðfestingum í tengslum við niðurstöður arfgerðargreininga vegna erfðamengisúrvalsins. Því miður hefur komið í ljós að fleiri naut en Ormur 17003 eru rangt ættfærð. Þannig er Skjár 10090 frá Akurey 2 í Landeyjum ekki sonur Ófeigs 02016 eins og talið var […]

Lesa meira »

Leiðrétt faðerni Orms 17003

Við yfirferð á ætternisstaðfestingum í tengslum við niðurstöður arfgerðargreininga vegna erfðamengisúrvalsins hefur komið í ljós að Ormur 17003 frá Egilsstöðum á Völlum er undan Þyt 09078 en ekki Keip 07054. Móðir Orms var sædd með Þyt 09078 þremur vikum áður en hún var endursædd með Keip 07054. Það ótrúlega er að hún hefur haldið við […]

Lesa meira »

Síðustu fjögur nautin úr árgangi 2017

Fjögur síðustu nautin úr 2017 árgangi eru nú að koma til dreifingar og eru upplýsingar um þau komnar hér á vefinn. Þetta eru Ítali 17056 frá Stóru-Reykjum í Flóa undan Úlla 10089 og Ítalíu 630 Þáttardóttur 08021, Krókur 17058 frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum undan Lúðri 10067 og 1245 Kambsdóttur 06022, Ristill 17060 frá Reykjum á […]

Lesa meira »

Dýralæknir óskast til starfa

Nautastöð Bændasamtaka Íslands óskar eftir að ráða dýralækni til starfa. Mögulegt er að um hlutastarf verði að ræða. Starfið felst m.a. í eftirfarandi þáttum: Gæðaeftirliti á stöðinni. Rannsóknum og skimun á sæði. Alhliða frjósemisleiðbeiningum fyrir frjótækna og bændur. Námskeiðum fyrir nýja frjótækna. Umsjón með heilbrigði og velferð dýra á stöðinni. Öðrum verkefnum sem honum eru […]

Lesa meira »