Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða / Fréttir
Fréttir - Sarpur

Nýr dýralæknir kominn til starfa á Nautastöðinni

Nýr dýralæknir, Harpa Ósk Jóhannesdóttir, er nú kominn til starfa á Nautastöðinni á Hesti og tekur við af Þorsteini Ólafssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Harpa Ósk útskrifaðist með meistaragráðu frá Dýralæknaháskólanum í Kaupmannahöfn nú í byrjun febrúar s.l. og fjallaði meistaverkefni hennar um burðarerfiðleika, kálfadauða og heilsufarsvandamál hjá íslenskum kúm í kringum burð. […]

Lesa meira »

Ný smásjá tekin í notkun á Nautastöðinni

Í síðustu viku kom sérfræðingur frá IMV í Frakklandi á Nautastöðina á Hesti og setti upp svokallað Casa-kerfi á stöðinni. Kerfið byggir á tölvustýrðri smásjá, Ceros II, sem metur gæði sæðis og hæfni þess til að frjógva egg. Það verður fróðlegt að sjá hverju þetta breytir í starfsemi stöðvarinnar en vonir standa til þess að […]

Lesa meira »

SpermVital-frysting númer tvö

Dagana 10. til 12. apríl komu sérfræðingar frá SpermVital í Noregi til frystingar á sæði með SpermVital. Tekið var sæði úr 15 nautum sem öll gáfu gott sæði. Nautin eru: Kópur 16049 frá Syðri-Hofdölum Fláki 16051 frá Espihóli Mosi 16054 frá Stóru-Tjörnum Herkir 16069 frá Espihóli Gáski 16069 frá Berustöðum Þessi naut fara strax í […]

Lesa meira »

Viðurkenning fyrir besta nautið fætt 2010 afhent

Á fagþingi nautgriparæktarinnar sem fram fór á Hótel Selfossi í dag var afhent viðurkenning fyrir besta nautið fætt árið 2010 frá Nautastöð Bændasamtaka Íslands. Að þessu sinni hlaut kynbótanautið Úranus 10081 frá Hvanneyri þessa nafnbót. Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt, afhenti Agli Gunnarssyni, bústjóra, og Hafþóri Finnbogasyni, fjósameistara, viðurkenninguna og við það tækifæri tók […]

Lesa meira »

Ný ungnaut úr 2016 árgangi að koma til dreifingar

Nú bíða átta ungnaut úr 2016 árgangi dreifingar en hún mun hefjast innan skamms en upplýsingar um þau eru komnar hér á vefinn. Þetta Fóstri 16040 frá Helluvaði á Rangárvöllum undan Bolta 09021 og Hosu 754 Kambsdóttur 06022, Spakur 16042 frá Reykjum á Skeiðum undan Gusti 09003 og Heklu 1048 Sirkussdóttur 10001, Boggi 16043 frá […]

Lesa meira »

Nautastöðin hefur keypt 68 kálfa fædda árið 2017

Þegar þetta er skrifað hefur Nautastöð BÍ keypt 68 kálfa fædda árið 2017 eða 24% þeirra kálfa sem tilkynnt hefur verið um. Alls hafa borist tilkynningar um 289 kálfa fædda 2017. Þessar tölur gætu breyst lítillega en enn á eftir að taka afstöðu til eða skoða þrjá þessara 289 kálfa. Sambærilegar tölur fyrir kálfa fædda 2016 […]

Lesa meira »

Ný nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2017/18 er komin út og verður dreift til bænda á næstu dögum. Í skránni er að finna upplýsingar um þau reyndu naut sem eru í dreifingu núna auk fræðsluefnis. Þar má nefna grein um ávinning og notkun á SpermVital-sæði, upplýsingar um Tarfinn-kynbótaráðgjöf, afkvæmadóm nauta fæddra 2010, bréf frá bændum, kynbótamat reyndra nauta […]

Lesa meira »

Sýni úr 498 nautum farin til arfgerðargreiningar

Í gær, þann 13. desember, voru send sýni úr 223 nautum til arfgerðargreiningar hjá Eurofins í Árósum í Danmörku. Áður var búið að senda sýni úr 275 nautum þannig að heildafjöldinn er 498. Um er að ræða sæðissýni úr afkvæmaprófuðum nautum fæddum 1990-2012 en í hlutarins eðli liggur að ekki eru tiltæk vefjasýni úr þessum […]

Lesa meira »

Upplýsingar um átta ungnaut fædd 2016

Nú er búið að bæta upplýsingum um átta ungnaut fædd 2016 hér inn á vefinn. Þetta eru Kári 16026 frá Káranesi í Kjós. undan Gusti 09003 og Óreiðu 312 Sandsdóttur 07014, Höttur 16028 frá Egilsstöðum á Völlum undan Flekki 08029 og Frævu 978 Glæðisdóttur 02001, Skór 16030 frá Kjaransstöðum í Hvalfjarðarsveit undan Bamba 08049 og […]

Lesa meira »

Dreifing SpermVital-sæðis hafin

Útsending á SpermVital-sæði frá Nautastöð BÍ á Hesti hófst í þessari viku. Rétt er að taka fram að ekki eru allir frjótæknar komnir með SpermVital-sæði en þegar yfirstandandi áfyllingarlotu er lokið verður raunin sú. SpermVital er tækni sem að lengir líftíma sæðisins eftir sæðingu en þrátt fyrir það þurfa menn ekki að vænta neinna byltinga […]

Lesa meira »