Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða / Fréttir
Fréttir - Sarpur

Enn fjölgar í Angus-hjörðinni á Stóra-Ármóti

Þessa dagana eru kýrnar á einanangurstöð NautÍs á Stóra-Ármóti að bera. Um er að ræða kálfa tilkomna með fósturvísaflutningi frá Noregi og er faðir þeirra Emil av Lillebakken NO74028 en hann er alhliða naut, gefur góðan vaxtarhraða og mikil kjötgæði auk þess sem dætur hans eru afbragðskýr. Eini gallinn er að hann gefur mikinn fæðingarþunga […]

Lesa meira »

SpermVital-sæði eykur sveigjanleika

Fyrir skömmu varði Halldor Felde Berg doktorsritgerð sína „Frjósemi og sæðisgæði með notkun SpermVital-sæðis til tæknifrjóvgunar í nautgripum“ við Norska umhverfis- og lífvísindaháskólann í Ási. Megintilgangur doktorsverkefnisins var að afla meiri þekkingar um SpermVital-sæði, sérstaklega með tilliti til upplausnar á „alginat“-hlaupinu sem notað er í SpermVital, sæðisgæða eftir frystingu og frjósemi eftir sæðingu sem framkvæmd […]

Lesa meira »

Frá Nautastöðinni

Covid 19 hefur enn ekki haft nein afgerandi áhrif á störf hér á Nautastöðinni. Sæðistaka og sæðisafgreiðsla hefur verið með eðlilegum hætti. Þá virðist sem þátttaka í sæðingum sé svipuð og áður. Eitt hefur þó breyst en það er að norsku vinir okkar frá SpermVital komu ekki hér í apríl eins og til stóð til […]

Lesa meira »

Meistaravörn Þórdísar Þórarinsdóttur

Mánudaginn 27. apríl n.k. kl. 14.00 mun Þórdís Þórarinsdóttir verja meistararitgerð sína í búvísindum við Ræktunar- og fæðudeild Landbúnaðarháskóla Íslands, og nefnist hún upp á íslensku „Erfðastuðlar og erfðaþróun frjósemiseiginleika í íslenska kúastofninum“, en á ensku er titillinn „Genetic Parameters and Genetic Trends of Female Fertility in Icelandic Dairy Cattle”. Leiðbeinendur Þórdísar eru dr. Elsa […]

Lesa meira »

Jörfi 13011 er besta nautið fætt 2013

Á fundi sínum í febrúar s.l. valdi fagráð í nautgriparækt besta naut fætt árið 2013 á Nautastöð BÍ. Til stóð tilkynna um valið og afhenda viðurkenningu  á fagþingi nautgriparæktarinnar sem halda átti í mars en var frestað af vel þekktum ástæðum. Fyrir valinu varð Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð undan Birtingi 05043 og Gústu […]

Lesa meira »

Upplýsingar um síðustu naut úr 2018 árgangi

Þá eru komnar hér á vefinn upplýsingar um síðustu nautin úr 2018 árgangi sem fara í dreifingu. Árgangurinn telur þá alls 31 naut og hann er því með þeim stærstu sem komið hafa til dreifingar. Þau naut sem um ræðir eru Kollur 18039 frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum undan Skalla 11023 og 1191 Flókadóttur 13020, Landi […]

Lesa meira »

Forðist frjótækna

Eins leiðinlegt og er að segja það þá er óhjákvæmilegt að beina þeim tilmælum til bænda að hafa sem minnst samskipti við frjótækna nema þá í gegnum síma. Þetta þýðir að í fjósi þurfa kýrnar að vera tilbúnar til sæðingar þegar frjótæknir kemur þannig að hann geti athafnað sig án aðstoðar auk þess sem skýrt […]

Lesa meira »

Vegna COVID-19

Nautastöðin á Hesti (NBÍ) hefur brugðist við vegna COVID-19 og gefið út tilmæli um ráðstafanir vegna faraldursins, sjá neðar. Að því er best er vitað mun sæðingastarfsemi haldast óbreytt en að sjálfsögðu er mönnum bent á að fara með gát og virða tilmæli Almannavarna og Embættis landlæknis varðandi smitgát. Bændasamtökin hvetja menn til þess að fylgjast […]

Lesa meira »

Ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í dag og tók ákvörðun um hvaða reyndu naut verða í dreifingu næstu mánuði. Ákveðið var að setja fyrstu naut úr 2015 árgangi nauta í notkun ásamt einu nauti úr 2014 árgangi. Þarna koma til notkunar fyrstu synir Topps 07046, Laufáss 08003 og Bamba 08049 að lokinni afkvæmaprófun. Þau naut sem […]

Lesa meira »