Nautaskrá

Frétt

Viðurkenning fyrir besta nautið í 2000 árg.

Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands í apríl s.l. afhenti Jón Viðar Jónmundsson, nautgriparæktarráðunautur, þeim Björgvini Guðmundssyni og Kristjönu M. Óskarsdóttur í Vorsabæ í A-Landeyjum, viðurkenningu fyrir besta nautið í 2000 árgangi nauta, Náttfara 00035.

Náttfari 00035 var fæddur þeim Björgvin og Kristjönu, sonur Smells 92028 og Góðunóttar 165 Daðadóttur 8703, í október 2000. Hann kom úr endanlegum afkvæmadómi í mars s.l. og reynist gefa afburða mjólkurlagnar og vel gerðar kýr. Júgur- og spenagerð er mjög góð en próteinhlutfall í mjólk mætti vera hærra. Jón Viðar sagði við þetta tækifæri að móðir hans, Góðanótt 165, hefði verið einstakur ræktunargripur en öll hennar afkvæmi hafa reynst með afbrigðum vel.
Náttfari er í notkun núna sem nautsfaðir.