Nautaskrá

Frétt

Upplýsingar um ungnaut úr 2013 árgangi

Nú eru komnar upplýsingar um fleiri óreynd naut sem koma til dreifingar úr 2013 árgangnum hér á vefinn hjá okkur. Um er að ræða 8 naut sem koma til dreifingar á næstu vikum eftir því sem útsendingu og dreifingu fram vindur.

Nautin sem hér um ræðir eru Bolli 13041 frá Ytra-Gili í Eyjafirði, Kjáni 13044 frá Káranesi í Kjós, Kokkur 13046 frá Vatnsenda í Eyjafirði, Kasper 13047 frá Kúskerpi í Skagafirði, Kuggur 13048 frá Núpi 3 undir Eyjafjöllum, Ýmir 13051 frá Klauf í Eyjafirði, Skári 13054 frá Þverlæk í Holtum og Steri 13057 frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum.

Að venju má einnig finna pdf-skjal með sömu upplýsingum hér á vefnum en þau geta verið handhæg til útprentunar. Ungnautaspjöld með upplýsingum um þessi naut fara í almenna dreifingu til bænda innan örfárra daga.