Nautaskrá

Frétt

Upplýsingar um tvö ungnaut úr 2014 árgangi

Að þessu sinni koma tvö ungnaut til viðbótar úr 2014 árgangnum til dreifingar og er búið að bæta við upplýsingum um þau hér á vefinn. Þetta eru Vals 14087 frá Brúnastöðum í Flóa undan Laufási 08003 og Hvönn 772 Flóadóttur 02029 og Dáti 14099 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi undan Húna 07041 og Dimmalimm 511 Stássadóttur 04024.

Dáti er kominn til dreifingar en einhverjir dagar eru í að dreifing hefjist úr Vals.

Að venju er að finna pdf-skjal með sambærilegum upplýsingum hér á vefnum sem hægt er að skoða og/eða prenta út. Prentuð útgáfa spjaldanna fer í dreifingu nú á allra næstu dögum. Á spjaldinu eru upplýsingar um Grunda 14088 endurbirtar þar sem röng mynd birtist af honum á síðasta spjaldi auk þess sem kynbótamat móður hans var rangt. Hvoru tveggja birtist því rétt að þessu sinni.