Nautaskrá

Frétt

Upplýsingar um tvö ný ungnaut úr 2013 árgangi

Búið er að setja inn upplýsingar um tvö ný ungnaut úr 2013 árgangi hér á nautaskra.net. Þetta eru Strompur 13063 og Krani 13067 en þeir eru báðir frá Stóru-Reykjum í Flóa. Strompur er undan Baugi 05026, móðurfaðir Drengur 08004, og Krani er undan Víðkunni 06034, móðurfaðir Ófeigur 02016. Þetta eru fyrstu synir Baugs og Víðkunns sem koma til dreifingar.

Dreifing sæðis úr þessum nautum er nýhafin og hefur verið sent sæði úr þeim í A-Skaft. og Skagafjörð þegar þetta er ritað. Þeir munu svo koma til dreifingar á öðrum svæðum við næstu sæðisáfyllingar.

Hér á vefnum er að venju að finna pdf-útgáfu af ungnautaspjöldum með þessum nautum en þau henta vel til útprentunar. Ungnautaspjöldin eða spjaldið í þessu tilviki er komið úr prentun og mun verða dreift á næstu dögum. Að þessu sinni er nautaspjald með uppfærðum einkunnum reyndra nauta á bakhlið þess og samhliða verður spjaldi með upplýsingum um Kraka 09002 og Bolta 09021 dreift en þeir komu sem kunnugt er til dreifingar sem reynd naut í desember s.l.