Nú eru komnar inn upplýsingar um tvö ný ungnaut úr 2011 árgangi nauta. Þetta eru nautin Bryti 11070 frá Akurey 2 í V-Landeyjum undan Gylli 03007 og Búbót 580 Stígsdóttur 97010 og Kjarni 11079 frá Seljatungu í Flóa undan Ófeigi 02016 og Seríu 313 Laskadóttur 00010. Bryti er sammæðra Skjá 10090.
Ungnautaspjöld með upplýsingum um þessi naut verða tilbúin til útsendingar innan tíðar en þau er að finna hér á vefnum á pdf-skjölum að venju. Þessi naut munu fljótlega fara í dreifingu en þetta eru síðustu nautin úr 2011 árgangnum sem koma til dreifingar og verða þeir þá orðnir 26 talsins.
- Spermvital í notkun í Danmörku
- Nautastöðin keypti 56 kálfa á árinu 2020
- Fyrsti Angus-kálfurinn af innlendum fósturvísum fæddur
- Ný nautaskrá komin út
- Fyrstu ungnaut úr 2019 árgangi tilbúin til dreifingar
- Fyrsti kálfur úr glasafrjóvgunar-fósturvísaverkefni Geno fæddur
- Nýtt naut í hóp reyndra nauta
- Danir hætta að dæma mjaltir um áramótin
- Sæði úr Eiríki-ET 19403 tilbúið til dreifingar
- Sæði úr Hálfmána og Ými uppurið