Nautaskrá

Frétt

Upplýsingar um tólf ný ungnaut úr 2010 árgangi

Nú eru komnar inn upplýsingar um tólf ungnaut úr 2010 árgangi til viðbótar þeim 16 sem áður höfðu verið birtir úr þessum árgangi. Þessi naut eru Kústur 10061 frá Birtingaholti 4, Lúður 10067 frá Brúnastöðum, Sólon 10069 frá Bessastöðum, Dropi 10077 frá Fossi, Himinn 10078 frá Birtingaholti 1, Neptúnus 10079 frá Hvanneyri, Úranus 10081 frá Hvanneyri, Bætir 10086 frá Núpstúni, Úlli 10089 frá Dæli, Skjár 10090 frá Akurey 2, Kistill 10094 frá Egilsstaðakoti og Mörsugur 10097 frá Geirakoti.

Hér á vefnum er hægt að sækja pdf-skjöl til útprentunar en uppsetning þeirra er eins og ungnautaspjöldin sem menn kannast við.