Nautaskrá

Frétt

Upplýsingar um tíu naut úr 2018 árgangi

Nú eru upplýsingar um  tíu naut úr 2018 árgangi komnar hérna á síðuna og meðal þeirra er að finna fyrstu syni Gýmis 11007 og Skalla 11023 sem koma í notkun. Þetta eru eftirtalin naut; Gumi 18016 frá frá Hæli 1 í Eystrihrepp undan Dropa 10077 og Brúði 632 Lagardóttur 07047, Speni 18017 frá Hrafnagili í Eyjafirði undan Gými 11007 og Bunu 2173 Koladóttur 06003, Styrkur 18018 frá Hnjúki í Vatnsdal undan Úlla 10089 og Stiklu 421 Lagardóttur 07047, Máttur 18019 frá Selalæk á Rangárvöllum undan Gými 11007 og Bömbu 1091 Bambadóttur 08049, Bar 18022 frá Ölkeldu 2 í Staðarsveit undan Skalla 11023 og Veru 833 Vindilsdóttur 05028, Biðill 18023 frá Torfum í Eyjafirði undan Gými 11007  og Brúði 448 Bambadóttur 08049, Tangi 18024 frá Vestri-Reyni í Hvalfjarðarsveit undan Lúðri 10067 og 410 Kambsdóttur 06022, Togari 18025 frá Björgum í Útkinn undan Dropa 10077 og Skútu 513 Baldadóttur 06010, Tékki 18026 frá Glitstöðum í Norðurárdal undan  Lúðri 10067 og Krúnu 528 Bambadóttur 08049 og Háfur 18028 frá Syðri-Bægisá í Öxnadal undan Skalla 11023 og Skrúfu 565 Bambadóttur 08049.

Gumi 18016, Speni 18017, Styrkur 18018 og Máttur 18019 eru komnir í dreifingu á sumum svæðum og bíða dreifingar á öðrum. Hin nautin sex munu koma til dreifingar á næstu vikum. Að venju er að finna pdf-skjöl hér á vefnum til útprentunar kjósi menn svo.

/gj