Nautaskrá

Frétt

Upplýsingar um síðustu ungnaut úr 2012 árgangi

Sjarmi 12090

Nú eru komnar upplýsingar um sex ungnaut til viðbótar hér á vef nautskráarinnar. Þetta eru síðustu ungnaut sem koma til dreifingar úr 2012 árgangi nauta og telur árgangurinn þá 26 naut. Þessi naut koma til dreifingar innan skamms. Nautin sem um ræðir að þessu sinni eru Gandálfur 12081 frá Keldudal í Hegranesi undan Kola 06003, Eldar 12089 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi undan Stássa 04024, Sjarmi 12090 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi undan Kola 06003, Prúður 12091 frá Neðri-Torfustöðum í Miðfirði undan Birtingi 05043, Dúett 12097 frá Egilsstaðakoti í Flóa undan Birtingi 05043 og Polki 12099 frá Brúnastöðum í Flóa undan Kola 06003.

Rétt er að geta þess að þetta eru fyrstu synir Kola 06003 sem koma til dreifingar.

Að venju má einnig finna pdf-skjal með sömu upplýsingum hér á vefnum en þau geta verið handhæg til útprentunar. Ungnautaspjöld með upplýsingum um þessi naut fara í almenna dreifingu til bænda innan örfárra daga. Þau hafa nú fengið andlitslyftingu og í stað þess að rauður sé einkennandi litur á spjöldunum er grænn litur nú í hávegum hafður. Það er von þeirra sem að útgáfunni standa að þessar breytingar mælist vel fyrir.