Nautaskrá

Frétt

Upplýsingar um síðustu naut úr 2018 árgangi

Þá eru komnar hér á vefinn upplýsingar um síðustu nautin úr 2018 árgangi sem fara í dreifingu. Árgangurinn telur þá alls 31 naut og hann er því með þeim stærstu sem komið hafa til dreifingar. Þau naut sem um ræðir eru Kollur 18039 frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum undan Skalla 11023 og 1191 Flókadóttur 13020, Landi 11040 frá Halllandi á Svalbarðsströnd undan Gými 11007 og Aðalheiði 1071 Koladóttur 06003, Prjónn 18045 frá Hurðarbaki í Flóa undan Dropa 10077 og Hnotu 880 Bambadóttur 08049 og Fellir 18050 frá Búrfelli í Svarfaðardal undan Skalla 11023 og Löggu 499 Lagardóttur 07047.

Hægt er að skoða upplýsingar um þessi naut hér á vefnum eða í pdf-skjölum sem einnig eru birt en þau getur einnig verið gott að nota til útprentunar kjósi menn svo.

Dreifing úr þessum nautum er ekki hafin en mun væntanlega hefjast innan skamms eða á komandi vikum.

Athugið að til þessum nautum er ekki til SpermVital-sæði. Blöndun þess er í augnablikinu í mikilli óvissu vegna Covid-19 faraldursins en hún hefur verið í höndum sérfræðinga frá Noregi sem eru eins og aðrir háðir ferðatakmörkunum.

/gj