Nautaskrá

Frétt

Upplýsingar um fjögur ungnaut úr 2014 árgangi

Nú eru komnar upplýsingar hér á vefinn um fjögur ný ungnaut úr 2014 árgangi nauta. Þessi naut munu koma til dreifingar á allra næstu dögum. Um er að ræða Sökkul 14023 frá Sökku í Svarfaðardal undan Víðkunni 06034 og Glætu 840 Flóadóttur 02029, Alex 14024 frá Haga 1 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi undan Legi 07047 og Huppu 153 Fontsdóttur 98027, Hnykk 14029 frá Hlöðum í Hörgársveit undan Legi 07047 og Pílu 483 Stígsdóttur 97010 og Seið 14040 frá Leirulækjarseli í Borgarbyggð undan Legi 07047 og Elmu 379 sonardóttur Þrasa 98052.

Glöggir lesendur reka áreiðanlega augun í að hér eru fyrstu synir Lagar 07047 frá Egilsstöðum á Völlum að koma til dreifingar.

Ungnautaspjöld með sambærilegum upplýsingum og hér eru birtar eru væntanleg úr prentun og munu fara til dreifingar innan tíðar. Að venju er þau einnig að finna á vefnum sem pdf-skjöl sem hægt er að prenta út.

/gj