Nautaskrá

Frétt

Upplýsingar um fjögur ný ungnaut úr 2014 árgangi

Nú eru komnar upplýsingar hér á vefinn um fjögur ný ungnaut úr 2014 árgangi nauta. Þessi naut munu koma til dreifingar á allra næstu dögum. Um er að ræða Ver 14009 frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum undan Vindli 05028 og Gullbrá 518 Gyllisdóttur 03007, Skara 14011 frá Breiðavaði í Eiðaþinghá undan Baugi 05026 og Títlu 509 Hólsdóttur 07037, Prófíl 14018 frá Hvammi í Eyjafirði undan Víðkunni 06034 og Tvíböku 1155 Ófeigsdóttur 02016 og Kláus 14031 frá Villingadal í Eyjafirði undan Hjarða 06029 og Klaufu 248 Laskadóttur 00010.

Ungnautaspjöld með sambærilegum upplýsingum og hér eru birtar eru væntanleg úr prentun og munu fara til dreifingar innan tíðar. Að venju er þau einnig að finna á vefnum sem pdf-skjöl sem hægt er að prenta út.

/gj