Nautaskrá

Frétt

Upplýsingar um fjögur ný ungnaut

Apolló 12042

Nú eru komnar inn upplýsingar um fjögur ný ungnaut úr 2012 árgangi sem fara í dreifingu innan skamms. Þetta eru nautin Apolló 12042 frá Keldudal undan Ófeigi 02016, Hýsill 12044 frá Þverlæk undan Mána 03025, Milli 12051 frá Vorsabæ í Flóa undan Tópasi 03027 og Loki 12071 frá Bakka á Kjalarnesi undan Birtingi 05043.

Að venju má einnig finna pdf-skjal með sömu upplýsingum hér á vefnum en þau geta verið handhæg til útprentunar. Ungnautaspjöld með upplýsingum um þessi naut fara í almenna dreifingu til bænda innan örfárra daga.