Nautaskrá

Frétt

Upplýsingar um átta ungnaut úr árgangi 2017

Upplýsingar um átta naut úr 2017 árgangi eru komnar hér á vefinn. Þetta eru Tinni 17018 frá Litla-Dunhaga í Hörgársveit undan Blóma 08017 og Snilld 428 Stássadóttur 04024, Röðull 17019 frá Sólvangi í Fnjóskadal undan Bláma 07058 og Gullbrá 468 Lúðursdóttur 10067, Stæll 17022 frá Hnjúki í Vatnsdal undan Bolta 09021 og Gjólu 356 Vindilsdóttur 05028, Þróttur 17023 frá Ósi í Hvalfjarðarsveit undan Kletti 08030 og Gunnfríði 528 Þrælsdóttur 09068, Jötunn 17026 frá Hvanneyri í Andakíl undan Úlla 10089 og Skuld 1539 Aðalsdóttur 02039, Hjalli 17027 frá Hranastöðum í Eyjafirði undan Úranusi 10081 og Jollu 751 Kambsdóttur 06022,  Skans 17028 frá Brúnastöðum í Flóa undan Úranusi 10081 og Glitrós 848 Koladóttur 06003 og Geisli frá Ásum í Skeiða- og Gnúpverjahr. (Eystrihrepp) undan Úranusi 10081 og Geislu 723 Framadóttur 05034.

SpermVital-sæði er nú þegar til úr Tinna 17018 og Röðli 17019. Úr öðrum er ekki til SpermVital-sæði sem stendur en vonir standa til að það verði til reiðu í nóvember n.k. nema úr Stæl 17022 og Þrótti 17023 sem eru búnir í sæðistöku. Dreifing er hafin á ákveðnum svæðum Tinna 17018, Röðli 17019, Stæl 17022, Þrótti 17023, Jötni 17026 og Hjalla 17027 og hefst við næst útsendingu á öðrum svæðum.

Við vekjum einnig athygli á að meðal þessara nauta eru fyrstu synir Úranusar 10081 og Úlla 10089 sem koma til dreifingar.

Ungnautaspjöld með hefðbundnum upplýsingum eru komin úr prentun og mun í framhaldinu verða dreift til bænda á hefðbundinn hátt. Þau eru einnig aðgengileg sem pdf-skjöl hér á vefnum eins og venja er.

/gj