Nautaskrá

Frétt

Upplýsingar um átta óreynd naut úr 2017 árgangi

Upplýsingar um átta naut úr 2017 árgangi eru komnar hér á vefinn. Þetta eru Lói 17030 frá Stúfholti í Holtum undan Lúðri 10067 og Bambaló 358 Bambadóttur 08049, Búkki 17031 frá Lundi í Lundarreykjadal undan Sölku 266 Boltadóttur 09021, Ós 17034 frá Espihóli í Eyjafirði undan Úlla 10089 og 921 Kambsdóttur 06022, Títan 17036 frá Káranesi í Kjós undan Úranusi 10081 og Súru 651 Dynjandadóttur 06024, Jaxl 17037 frá Hvammi á Galmaströnd undan Lúðri 10067 og Alex 911 Vindilsdóttur 05028, Koti 17038 frá Gaulverjabæ í Flóa undan Úranusi 10081 og Kotu 449 Dropadóttur 10077,  Gyrðir 17039 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði undan Dropa 10077 og Nivikku 921 Hjarðadóttur 06029 og Trompet 17040 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði undan Lúðri 10067 og Sylgju 713 Laufássdóttur 08003.

SpermVital-sæði er til úr öllum þessum nautum og hvatt er til notkunar á því þar sem það hefur sýnt sig reynast vel á vandamálkýr og við samstillingar en þá má notast við eina sæðingu með sama árangri og við tvísæðingar. Dreifing er hafin á ákveðnum svæðum úr flestum þessara nauta og hefst fljótlega á öðrum svæðum.

Við vekjum einnig athygli á að meðal þessara nauta eru fyrstu synir Lúðurs 10067 og Dropa 10077 sem koma til dreifingar.

Ungnautaspjöld með hefðbundnum upplýsingum eru komin úr prentun og mun í framhaldinu verða dreift til bænda á hefðbundinn hátt. Þau eru einnig aðgengileg sem pdf-skjöl hér á vefnum eins og venja er.

/gj