Nautaskrá

Frétt

Upplýsingar um 8 ný naut í 2011 árgangi

Nú eru komnar inn upplýsingar um 8 ungnaut úr 2011 árgangi nauta hér á nautaskra.net. Upplýsingarnar er bæði að finna á hefðbundnu formi sem og á pdf-skjölum af ungnautaspjöldunum sem gefin verða út að venju. Þau fara til dreifingar til bænda innan skamms.
Um er að ræða eftirtalin naut; Laxa 11050 frá Laxamýri 2, Norðurþingi undan Síríusi 02032 og Safíru 206 Laskadóttur 00010, Skell 11054 frá Lágafelli í A-Landeyjum undan Ára 04043 og Míu 214 Ássdóttur 02048, Ottó 11058 frá Tjörn í Skagabyggð undan Tópasi 03027 og Glóð 079 Glæðisdóttur 02001, Kóng 11059 frá Seljavöllum í Hornafirði undan Gylli 03007 og Kórónu 374 Laskadóttur 00010, Öxndal 11061 frá Steinsstöðum 2 í Hörgársveit undan Ófeigi 02016 og Pöddu 131 Þollsdóttur 99008, Sæ 11063 frá Naustum í Eyrarsveit undan Stássa 04024 og Hosu 248 Taktsdóttur 06046, Öllara 11066 frá Ölkeldu 2 í Staðarsveit undan Ófeigi 02016 og Jönu 432 Stígsdóttur 97010 og Tandra 11068 frá Dalbæ í Flóa undan Ára 04043 og Teygju 362 Ássdóttur 02048.

Þessi naut eru að byrja í dreifingu.