Nautaskrá

Frétt

Undireinkunnir júgurs og spena í töflu

Gerðar hafa verið örlitlar breytingar á upplýsingum varðandi reynd naut í notkun. Nú er hægt að velja milli þess að skoða töflu með og án undireinkunna júgurs og spena en þar um að ræða júgurfestu, júgurband, júgurdýpt, spenalengd, spenaþykkt og spenastöðu. Töflunum er svo hægt að raða frá lægstu til hæstu einkunna  eða öfugt með því að smella á viðkomandi dálkheiti.

Þessi breyting er liður í viðleitni nautaskra.net til þess að birta upplýsingar um nautin á sem aðgengi- og þægilegastan hátt fyrir notendur. Vonandi mælist þessi viðbót vel fyrir.