Nautaskrá

Frétt

Tvö ný reynd naut í notkun

Kynbótamatið hefur nú verið uppfært hér í nautaskránni ásamt þeim reyndum nautum sem verða í notkun næstu mánuði. Tvö ný reynd naut koma inn núna og er það þeir Víðkunnur 06034 frá Víðiholti í Reykjahverfi, faðir Þrasi 98052, móðurfaðir Stígur 97010, og Töfri 06043 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, faðir Umbi 98036, móðurfaðir Kaðall 94017. Þess má geta að Töfri er sammæðra Vindli 05028. Þrjú naut verða tekin úr notkun og eru það Máni 03025 (sæði búið), Renningur 05014 og Herkúles 05031.

Nautsfeður til notkunar næstu mánuði verða Baldi 06010, Kambur 06022, Hjarði 06029 og Víðkunnur 06034, en þeir tveir síðar nefndu koma nýir inn sem nautsfður nú. Þau naut sem falla af nautsfeðraskrá núna eru Vindill 05028, Frami 05034, Birtingur 05043 Koli 06003. Eftir sem áður verða teknir nautkálfar undan þeim á næstu mánuðum á stöð og biðjum við því um að tilkynnt verði um syni þeirra og nautsmæðra þegar þeir fæðast.