Nautaskrá

Frétt

Þrjú ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í dag að setja þrjú ný naut úr 2015 árgangi í notkun sem reynd naut. Þetta eru Köngull 15019 frá Auðsholti í Hrunamannahreppi undan Toppi 07046 og Furu 933 Bambadóttur 08049, Svampur 15027 frá Bakka á Kjalarnesi undan Bamba 08049 og Kommu 379 Skurðsdóttur 02012 og Ábóti 15029 frá Skipholti 3 í Hrunamannahreppi undan Bamba 08049 og Abbadís 469 Þollsdóttur 99008. Þessi naut koma til dreifingar við næstu áfyllingar í kúta frjótækna.

Jafnframt var ákveðið að nautsfeður til notkunar næstu mánuði verði Pipar 12007, Hæll 14008, Kláus 14031 og Risi 15014.

Sæði úr Sjarma 12090, Jörfa 13011, Hálfmána 13022, Bárði 13027 og Ými 13051 er nánast uppurið og munu þeir hverfa úr notkun á næstu dögum og vikum.

Vals 14087 og Kætir 15004 verða teknir úr dreifingu þar sem þeir lækkuðu í mati og notkun á þeim hefur verið dræm.