Nautaskrá

Frétt

Spermvital-sæði úr nautum fæddum 2018

Í nóvember s.l. var fryst sæði með Spermvital-aðferð og gáfu öll þau naut sem voru í sæðistöku þá nothæft Spermvital-sæði. Þar með er aðgengilegt langlíft sæði úr öllum þeim nautum sem fædd eru 2018 og komin til dreifingar. Um er að ræða 19 naut en svo vill til að í augnablikinu eru öll þessi í dreifingu sem eðlilega er mislangt komin, að ljúka úr sumum þeirra en að hefjast úr öðrum.

/gj