Nautaskrá

Frétt

Spermvital í notkun í Danmörku

Viking í Danmörku og SpermVital í Noregi hafa nú samið um notkun þess fyrr nefnda á Spermvital tækni við sæðisblöndun. Þetta þýðir stórauknanotkun Spermvital því Viking selur ekki einungis sæði á heimamarkaði sínum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð heldur um heim allan. Spermvital-sæði hefur staðið íslenskum bændum til boða frá árinu 2017 þó að því miður sé það ekki í boði sem stendur vegna Covid-19 en sérfræðingar Spermvital hafa ekki komist til landsins vegna ferðatakmarkana og sóttvarna um alllanga hríð.