Nautaskrá

Frétt

Síðasta nautið úr 2015 árgangi til dreifingar

Þá er síðasta nautið úr 2015 árgangi nauta komið til dreifingar. Þetta er Tankur 15067 frá Hurðarbaki í Flóa undan Húna 07041 og Skjólu 766 Hryggsdóttur 05008. Nú þegar er farið að dreifa úr honum sæði frá Nautastöðinni en upplýsingar hann verða gefnar út á ungnautaspjöldum um leið og upplýsingar um fyrstu naut úr árgangi 2016. Þar með er ljóst að 2015 árgangurinn er sá stærsti frá upphafi og telur samtals 33 naut.

/gj