Nautaskrá

Frétt

Sandur 07014 er undan Hræsingi 98046

Nú hefur komið í ljós að Sandur 07014 er sonur Hræsings 98046 en ekki Glanna 98026 eins og talið var. Þetta kemur ekki að öllu leyti á óvart því eins og menn þekkja vel gefur Sandur langa spena sem var einmitt sterkt einkenni afa hans, Stúfs 90035. Þarna hefur það áreiðanlega gerst að við sæðingu hefur verið tekið rangt strá en Glanni og Hræsingur voru með sama stráalit auk þess sem númer þeirra voru ákaflega keimlík, 98026 og 98046. Þetta sýnir enn og aftur hversu mikilvægt er að vanda til allra verka og gæta ítrustu nákvæmni við skráningar á öllum stigum ferilsins.

/gj