Nautaskrá

Frétt

Sæðisdreifing úr Angus-nautunum Erpi og Eðli hafin

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Erpi-ET 20402 og Eðli-ET 20403 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Erpur-ET 20402 og Eðall-ET 20403 eru báðir undan Emil av Lillebakken NO74028. Móðurfaðir Erps er Junior av Nordstu NO74060 sem var undan ástralska Angus-nautinu AUHKFE27 Paringa Ore E27 en móðurfaðir Eðals er Lord Rossiter av Høystad NO62302 sem var undan þýska Angus-nautinu Donaumoos King Rossiter C182-ET DE0985921182. Upplýsingar um þessi naut eru komnar hérna á vefinn auk þess sem þær birtust í Bændablaðinu fyrr í sumar.

Vonir standa til að innan skamms verði einnig hægt að bjóða upp á sæði úr Emma-ET 20401 sem er albróðir Erps.

/gj