Nautaskrá

Frétt

Sæði úr Hálfmána og Ými uppurið

Sæði úr Hálfmána 13022 og Ými 13051 er uppurið úr birgðageymslum Nautastöðvarinnar og því eru þeir ekki lengur á lista yfir naut í notkun hér nautaskra.net. Enn geta þó leynst einhver strá í kútum frjótækna en ljóst að nú eru allra síðustu forvöð til notkunar á þeim. Þá styttist óðfluga í að sæði klárist úr Sjarma 12090 og Jörfa 13011 en verið er að senda sæði úr síðasta geymsluboxi úr þeim þessa dagana. Þeir munu því hverfa úr notkun á næstu dögum.

Hálfmáni og Ýmir hafa báðir verið á lista yfir nautsfeður. Sjálfsagt er að tilkynna um nautkálfa undan þeim og nautsmæðrum og á það sérstaklega við um Ými en undan honum hafa fáir kálfar komið á stöð. Hafa verður í huga að á móti Ými þarf kýr með há efnahlutföll í mjólk.

/gj