Nautaskrá

Frétt

Sæði úr Eiríki-ET 19403 tilbúið til dreifingar

Upplýsingar um Angus-nautið Eirík-ET 19403 sem fæddist á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra eru komnar hér á vefinn. Eríkur-ET 19403 er albróðir Máttar-ET 19404 en þeir eru undan Horgen Erie NO74029 sem aftur var undan Horgen Bror NO55754 en hann rekur ættir til Kanada og Bretlands. Móðurfaðir þeirra beggja er First Boyd fra Li NO74033 sem er faðir Draums-ET 18402 sem kom til notkunar í fyrra. Upplýsingar um Eirík voru einnig birtar í Bændablaðinu fyrr í sumar.

Sæði úr Eiríki er tilbúið til dreifingar og styttist í að það verði aðgengilegt í kútum frjótækna.

Af þeim fjórum nautum sem fæddust á Stóra-Ármóti í fyrra náðist nothæft sæði úr þremur en því miður gaf Haukur-ET 19401 of þunnt sæði til að það þyldi frystingu.

/gj